Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar