Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 09:45 Leikskólinn Drafnarsteinn er sá eini í Reykjavík sem er lokaður vegna verkfalls Kennarasambands Íslands. Auk hans eru þrír leikskólar á landinu í ótímabundnu verkfalli. Alls eru um þrjú prósent leikskólabarna á landinu á leikskólunum fjórum. Reykjavíkurborg Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn. Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira