Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar 23. nóvember 2024 19:02 Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun