Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar 23. nóvember 2024 19:32 Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar