Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar 23. nóvember 2024 19:32 Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar