Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar 25. nóvember 2024 14:21 Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun