Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 15:21 Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ingveldur Anna Sigurðardóttir Suðurkjördæmi Skattar og tollar Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun