Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:23 Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Dómsmál Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun