Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 27. nóvember 2024 17:00 Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun