Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 18:32 Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum segir erlenda fjárfesta hafa boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð með vatnsréttindum. Hann neitaði og vill stífari reglur. Margrét Ágústa Sigurðardóttir formaður Bændasamtakanna segir spákaupmennsku ríkja með jarðir hér á landi. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar segir vaxandi áhuga á vatni. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fótum vegna þess. Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann. Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann.
Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“