Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 11:22 Svíinn Ebba Andersson óskar hér hinni norsku Heidi Weng til hamingju með góðan árangur sinn í skíðagöngukeppni. Getty/Federico Modica Norska skíðakonan Heidi Weng mun eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í ár en því fylgja fórnir hjá fjölskyldumiðlum hennar. Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng. Skíðaíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng.
Skíðaíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira