Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2024 06:46 Linda Dröfn Gunnarsdóttir segir afar þakklát að fá viðurkenninguna sem málsvari Kvennaathvarfsins. Vísir/Vilhelm Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, er samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, ein þeirra hundrað kvenna sem þau telja hafa haft mest áhrif í heiminum. Listi þeirra um 100 áhrifamestu konur heims var birtur í gær. „Ég get ekkert neitað því að ég var hissa fyrst að það var haft samband við mig en svo er ég líka þakklát. Ég er sett á þennan lista sem málsvari Kvennaathvarfsins og er mjög þakklát að þessi málaflokkur fái athygli og að það sé líka verið að líta til minni landa og Norðurlanda,“ segir Linda Dröfn. Haft er eftir Lindu Dröfn í umfjöllun á vef BBC að fyrir tuttugu árum hafi 64 prósent þeirra kvenna sem hafi leitað til Kvennaathvarfsins farið aftur heim til ofbeldismanns en að hlutfallið sé núna um ellefu prósent vegna aukins stuðnings og betri þjónustu. Ofbeldi faraldur um allan heim Það sé oft einhver misskilningur alþjóðlega að allt sé í lagi hér vegna þess hve vel Ísland komi út úr ýmsum jafnréttisrannsóknum. „Það er mikilvægt að það sé ítrekað að við erum um allan heim að berjast við kynbundið ofbeldi. Sama hvar við erum og sama hvaða tölur eru að koma úr einhverjum jafnréttisrannsóknum er ofbeldi faraldur alls staðar.“ Ein önnur kona hefur komist á þennan lista og það er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir árið 2019. Aðra konur á listanum í ár eru til dæmis geimfarinn Sunita Williams, Giséle Pélicot þolandi kynferðisofbeldis, leikkonan Sharon Stone, íþróttakonurnar Rebeca Andrade og Allyson Felix sem báðar voru á Ólympíuleikunum, söngkonan Raye og Nóbelsverðlaunahafinn Nadia Murad og rithöfundurinn Cristina Rivera Garza. Hún segist koma inn á þennan lista BBC standandi á herðum þeirra kvenna sem stofnuðu athvarfið 1982. Það hafi verið rekið af miklum eldmóði síðan. Hvernig það kom til að hún fór á listann segir Linda Dröfn BBC hafa komið hingað í haust í þeim tilgangi að vinna heimildarmynd um konur og jafnrétti á Íslandi. Þau hafi verið hér í um viku til að kynna sér málið og hafi heillast mjög af hugmyndafræði Kvennaathvarfsins. Myndin sem fylgir tilnefningunni á vef BBC.BBC „Þau heyrðu í mér því ég er ein þeirra sem stóð að skipulagningu kvennaverkfallsins í fyrra og fóru að spyrja mig út í athvarfið. Þau heilluðust svo af hugmyndafræðinni en hún er ólík þeirri sem er í mörgum öðrum löndum. Við rekum þetta eins og heimili og erum þannig að vinna að því að ná konum úr einangruninni. Við veitum mikla ráðgjöf, eins lengi og þær þurfa, og þannig höfum við náð tölum niður síðustu ár um konur sem fara til baka í ofbeldið. Þeim fannst það mjög áhugavert.“ Þá segir Linda að BBC hafi einnig þótt merkilegt hvernig athvarfið hefur samfélagið að baki sér og að það sé ekki alfarið rekið á ríkisstyrkjum. Helmingur fjármagns athvarfsins kemur frá almenningi. „Það er mikill stuðningur og skilningur í samfélaginu við rekstur Kvennaathvarfsins. Það er samhljómur um það að við viljum eiga Kvennaathvarf.“ Í umfjöllun BBC um Lindu Dröfn segir að Ísland sé yfirleitt talið meðal þeirra landa þar sem best sé að vera kona en að kynbundið ofbeldi mælist samt sem áður alltaf mikið. Í Kvennaathvarfinu leiði Linda Dröfn það verkefni að byggja nýtt kvennaathvarf sem sé það fyrsta á landinu sem sé byggt í þeim tilgangi að vera kvennaathvarf. „Það er hannað sem kvennaathvarf og teiknað sem slíkt, með hugmyndafræðina í huga og þarfir kvennanna,“ segir Linda. Húsið er í byggingu en gert er ráð fyrir því að flutt verði inn í það í maí 2026, eftir eitt og hálft ár. Svona mun nýja Kvennaathvarfið líta út samkvæmt teikningum Gríma arkitekta. Húsið á að vera tilbúið eftir eitt og hálft ár.Gríma arkitektar „Við höfum verið að safna fyrir þessu athvarfi síðustu ár. Við erum að fara í lokaátak í lok mars og byrjun apríl til að brúa bilið. Þannig við getum farið yfir án þess að steypa okkur í skuldir. Þeir eru byrjaðir að byggja og slá upp veggjum.“ Hún segir að í aðdraganda þess að húsið var teiknað hafi starfsmenn hugsað það vel hvort það ætti að halda áfram í hugmyndafræðinni sem unnið er eftir, að konurnar búi saman en séu með sér herbergi. „Þetta er alls ekki sjálfgefið. Víðast hvar er það þannig að konur búa aðskildar og eru með lítil herbergi og lítinn eldhúskrók. Það er ekki þessi fjölskyldustemning eins og hjá okkur, þar sem það er húsmóðir og sameiginlegur kvöldmatur.“ Linda Dröfn segir þetta fyrirkomulag ekki án áskorana. Nákvæmlega það sem konurnar og börnin þurfa „Það eru árekstrar og það er oft erfitt. Konum finnst þetta stundum erfitt og við þurfum að vinna með það. En við finnum líka að eftir margra ára einangrun þá er þetta nákvæmlega það sem þær þurfa og börnin þeirra. Að vera ekki lokuð inni í herbergi, heldur vera með öðrum börnum.“ Auk þess sé nægt pláss í athvarfinu til að vera í einrúmi. „Það er heimilisstemning. Þegar börnin koma heim er verið að baka eða eitthvað slíkt. Við ákváðum að halda því en það gerir það að verkum að við getum aðeins tekið á móti afmarkaðri hóp.“ Þannig geti það útilokað til dæmis konur í neyslu og konur með sérþarfir. „En það hefur sýnt sig á Norðurlöndunum að það borgar sig að vera með sérstök úrræði fyrir þær. Með sérþjálfað starfsfólk því það er viðkvæmara kerfi.“ Linda segir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi aldrei virðast taka enda. Fólk megi ekki gleyma henni og því að það sé alltaf hægt að fara til baka. „Það er enginn staður öruggur,“ segir hún. Kvennamorð og kvennaverkfall Á þessu ári hafa þrjár konur og tvær stúlkur verið drepnar. „Það er til orð, kvennamorð, sem við erum ekki einu sinni að nota í íslenskri tungu, sem segir mjög mikið til um það hversu lítið við að spá í þetta og stúdera. Þetta er oft kallað fjölskylduharmleikur eða eitthvað annað. Það þarf að setja meiri fókus á þetta. Ef konur eru drepnar er það oftast einhver í nánu sambandi sem er valdur að dauða þeirra. Þetta er búið að vera erfitt ár og það er búið að vera bakslag í umræðunni líka.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023. Á næsta ári eru 50 ár frá því að konur lögðu niður störf í fyrsta sinn á Íslandi.Vísir/Vilhelm Linda Dröfn segir að á næsta ári séu 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu og það verði mikil áhersla lögð á það. Það verði lagðar fram kröfur til stjórnvalda sem eigi að vera einfalt að leysa. „Við erum mjög spenntar fyrir framhaldinu. Það hefur almennt verið mikill skilningur á því að það þurfi Kvennaathvarf. Það hefur verið erfiðara að taka næsta skref og bæta í. En það þarf að taka næstu skref. Eins og hvernig eigi að koma til móts við konur á landsbyggðinni og konur í neyslu og hvernig stöðvum við ofbeldi? Þetta eru tveir pólar. Hvernig við hlúum að þolendum og af hverju ofbeldi er ekki að minnka samhliða meiri reynslu og þekkingu. Konurnar eru að skila sér í ráðgjöf og þekkja merkin og rauðu ljósin en við erum með nýja kynslóð af gerendum og það er eitthvað miklu dýpra sem þarf að vinna með þar. Það er flóknara verkefni.“ Kvennaathvarfið Jafnréttismál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Ég get ekkert neitað því að ég var hissa fyrst að það var haft samband við mig en svo er ég líka þakklát. Ég er sett á þennan lista sem málsvari Kvennaathvarfsins og er mjög þakklát að þessi málaflokkur fái athygli og að það sé líka verið að líta til minni landa og Norðurlanda,“ segir Linda Dröfn. Haft er eftir Lindu Dröfn í umfjöllun á vef BBC að fyrir tuttugu árum hafi 64 prósent þeirra kvenna sem hafi leitað til Kvennaathvarfsins farið aftur heim til ofbeldismanns en að hlutfallið sé núna um ellefu prósent vegna aukins stuðnings og betri þjónustu. Ofbeldi faraldur um allan heim Það sé oft einhver misskilningur alþjóðlega að allt sé í lagi hér vegna þess hve vel Ísland komi út úr ýmsum jafnréttisrannsóknum. „Það er mikilvægt að það sé ítrekað að við erum um allan heim að berjast við kynbundið ofbeldi. Sama hvar við erum og sama hvaða tölur eru að koma úr einhverjum jafnréttisrannsóknum er ofbeldi faraldur alls staðar.“ Ein önnur kona hefur komist á þennan lista og það er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir árið 2019. Aðra konur á listanum í ár eru til dæmis geimfarinn Sunita Williams, Giséle Pélicot þolandi kynferðisofbeldis, leikkonan Sharon Stone, íþróttakonurnar Rebeca Andrade og Allyson Felix sem báðar voru á Ólympíuleikunum, söngkonan Raye og Nóbelsverðlaunahafinn Nadia Murad og rithöfundurinn Cristina Rivera Garza. Hún segist koma inn á þennan lista BBC standandi á herðum þeirra kvenna sem stofnuðu athvarfið 1982. Það hafi verið rekið af miklum eldmóði síðan. Hvernig það kom til að hún fór á listann segir Linda Dröfn BBC hafa komið hingað í haust í þeim tilgangi að vinna heimildarmynd um konur og jafnrétti á Íslandi. Þau hafi verið hér í um viku til að kynna sér málið og hafi heillast mjög af hugmyndafræði Kvennaathvarfsins. Myndin sem fylgir tilnefningunni á vef BBC.BBC „Þau heyrðu í mér því ég er ein þeirra sem stóð að skipulagningu kvennaverkfallsins í fyrra og fóru að spyrja mig út í athvarfið. Þau heilluðust svo af hugmyndafræðinni en hún er ólík þeirri sem er í mörgum öðrum löndum. Við rekum þetta eins og heimili og erum þannig að vinna að því að ná konum úr einangruninni. Við veitum mikla ráðgjöf, eins lengi og þær þurfa, og þannig höfum við náð tölum niður síðustu ár um konur sem fara til baka í ofbeldið. Þeim fannst það mjög áhugavert.“ Þá segir Linda að BBC hafi einnig þótt merkilegt hvernig athvarfið hefur samfélagið að baki sér og að það sé ekki alfarið rekið á ríkisstyrkjum. Helmingur fjármagns athvarfsins kemur frá almenningi. „Það er mikill stuðningur og skilningur í samfélaginu við rekstur Kvennaathvarfsins. Það er samhljómur um það að við viljum eiga Kvennaathvarf.“ Í umfjöllun BBC um Lindu Dröfn segir að Ísland sé yfirleitt talið meðal þeirra landa þar sem best sé að vera kona en að kynbundið ofbeldi mælist samt sem áður alltaf mikið. Í Kvennaathvarfinu leiði Linda Dröfn það verkefni að byggja nýtt kvennaathvarf sem sé það fyrsta á landinu sem sé byggt í þeim tilgangi að vera kvennaathvarf. „Það er hannað sem kvennaathvarf og teiknað sem slíkt, með hugmyndafræðina í huga og þarfir kvennanna,“ segir Linda. Húsið er í byggingu en gert er ráð fyrir því að flutt verði inn í það í maí 2026, eftir eitt og hálft ár. Svona mun nýja Kvennaathvarfið líta út samkvæmt teikningum Gríma arkitekta. Húsið á að vera tilbúið eftir eitt og hálft ár.Gríma arkitektar „Við höfum verið að safna fyrir þessu athvarfi síðustu ár. Við erum að fara í lokaátak í lok mars og byrjun apríl til að brúa bilið. Þannig við getum farið yfir án þess að steypa okkur í skuldir. Þeir eru byrjaðir að byggja og slá upp veggjum.“ Hún segir að í aðdraganda þess að húsið var teiknað hafi starfsmenn hugsað það vel hvort það ætti að halda áfram í hugmyndafræðinni sem unnið er eftir, að konurnar búi saman en séu með sér herbergi. „Þetta er alls ekki sjálfgefið. Víðast hvar er það þannig að konur búa aðskildar og eru með lítil herbergi og lítinn eldhúskrók. Það er ekki þessi fjölskyldustemning eins og hjá okkur, þar sem það er húsmóðir og sameiginlegur kvöldmatur.“ Linda Dröfn segir þetta fyrirkomulag ekki án áskorana. Nákvæmlega það sem konurnar og börnin þurfa „Það eru árekstrar og það er oft erfitt. Konum finnst þetta stundum erfitt og við þurfum að vinna með það. En við finnum líka að eftir margra ára einangrun þá er þetta nákvæmlega það sem þær þurfa og börnin þeirra. Að vera ekki lokuð inni í herbergi, heldur vera með öðrum börnum.“ Auk þess sé nægt pláss í athvarfinu til að vera í einrúmi. „Það er heimilisstemning. Þegar börnin koma heim er verið að baka eða eitthvað slíkt. Við ákváðum að halda því en það gerir það að verkum að við getum aðeins tekið á móti afmarkaðri hóp.“ Þannig geti það útilokað til dæmis konur í neyslu og konur með sérþarfir. „En það hefur sýnt sig á Norðurlöndunum að það borgar sig að vera með sérstök úrræði fyrir þær. Með sérþjálfað starfsfólk því það er viðkvæmara kerfi.“ Linda segir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi aldrei virðast taka enda. Fólk megi ekki gleyma henni og því að það sé alltaf hægt að fara til baka. „Það er enginn staður öruggur,“ segir hún. Kvennamorð og kvennaverkfall Á þessu ári hafa þrjár konur og tvær stúlkur verið drepnar. „Það er til orð, kvennamorð, sem við erum ekki einu sinni að nota í íslenskri tungu, sem segir mjög mikið til um það hversu lítið við að spá í þetta og stúdera. Þetta er oft kallað fjölskylduharmleikur eða eitthvað annað. Það þarf að setja meiri fókus á þetta. Ef konur eru drepnar er það oftast einhver í nánu sambandi sem er valdur að dauða þeirra. Þetta er búið að vera erfitt ár og það er búið að vera bakslag í umræðunni líka.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023. Á næsta ári eru 50 ár frá því að konur lögðu niður störf í fyrsta sinn á Íslandi.Vísir/Vilhelm Linda Dröfn segir að á næsta ári séu 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu og það verði mikil áhersla lögð á það. Það verði lagðar fram kröfur til stjórnvalda sem eigi að vera einfalt að leysa. „Við erum mjög spenntar fyrir framhaldinu. Það hefur almennt verið mikill skilningur á því að það þurfi Kvennaathvarf. Það hefur verið erfiðara að taka næsta skref og bæta í. En það þarf að taka næstu skref. Eins og hvernig eigi að koma til móts við konur á landsbyggðinni og konur í neyslu og hvernig stöðvum við ofbeldi? Þetta eru tveir pólar. Hvernig við hlúum að þolendum og af hverju ofbeldi er ekki að minnka samhliða meiri reynslu og þekkingu. Konurnar eru að skila sér í ráðgjöf og þekkja merkin og rauðu ljósin en við erum með nýja kynslóð af gerendum og það er eitthvað miklu dýpra sem þarf að vinna með þar. Það er flóknara verkefni.“
Kvennaathvarfið Jafnréttismál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira