Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 11:45 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa skipað þrjá málefnahópa sem ræða málin vegna stjórnarmyndunar í dag. Vísir/Vilhelm Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54
Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20