Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 11:45 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa skipað þrjá málefnahópa sem ræða málin vegna stjórnarmyndunar í dag. Vísir/Vilhelm Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54
Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20