Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon og Þórarinn Guðjónsson skrifa 13. desember 2024 14:00 Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Magnús Karl Magnússon Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar