Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 11:31 Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun