Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 08:00 Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun