Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 15:53 Stefnt er að því að kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið eigi síðar en árið 2027. Vísir/Vilhelm Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. „Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“
Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira