Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar 22. desember 2024 10:00 Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina. Stjórnvöld áttuðu sig líka á hvert stefndi og árið 2020 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku skýrslu sinni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í kjölfarið var skipaður annar starfshópur til að fylgja tillögum þess fyrri eftir. Höfundur þessarar greinar átti sæti í þeim hópi, sem skilaði niðurstöðu í júní 2022, en tillögur voru lagðar fram í formi draga að reglugerð. Lögð var áhersla á að þær þyrftu nánari útfærslu og greiningu sem og frekari samráð við aðra hagaðila, auk aðkomu Alþingis. Í umræðum síðustu daga um orkuöryggi hafa nokkrir vísað í eina af tillögum þessarar nefndar en ekki sagt frá heildinni og svo sannarlega ekki þeim fyrirvörum sem settir voru. Markmiðið með tillögum starfshópsins var skýrt og það var að verja svokallaða alþjónustunotendur sem eru heimili og smærri fyrirtæki. Jafnframt var ljóst að ástæðan fyrir stofnun þessa starfshóps var að stjórnvöld hlustuðu á ákall geirans um að settar væru skýrar leikreglur sem tryggðu orkuöryggi. Aldrei var gert ráð fyrir að einn aðili bæri ábyrgð á orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja heldur byggðu tillögurnar á sameiginlegri ábyrgð fjölda aðila í orkugeiranum. Hér eru nokkrar tillögur starfshópsins: Skipting markaða á milli alþjónustunotenda og stórnotenda. Þar var lagt til að skilgreina alþjónustu, hvað í henni felst, hverjir skuli njóta hennar og í hvaða forgangi. Í grófum dráttum má segja að alþjónustunotendur séu heimili og smærri fyrirtæki. Sölufyrirtækjum gert að upplýsa Orkustofnun árlega hvernig þau hygðust mæta skuldbindingum sínum gagnvart heimilum og smærri fyrirtækjum til næstu 2 ára. Dreifiveitum bæri að upplýsa Orkustofnun og sölufyrirtæki um nýja stórnotendur sem væru að koma inn á markað og jafnframt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta þörfum sínum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Raforkuframleiðendur tóku að sér að hafa tiltæka raforku fyrir heimili og smærri fyrirtæki í hlutfalli af heildarframleiðslu síðasta árs, en sá fyrirvari var settur að Orkustofnun veitti Landsvirkjun heimild til að draga tímabundið úr framboðsskyldu þrjú ár fram í tímann og miða þá við raunverulega markaðshlutdeild síðustu 3 ára. Landsneti var gert skylt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta sínum þörfum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir til Orkustofnunar til að kalla eftir gögnum frá öllum aðilum á orkumarkaði og að stofnunin gerði árlega stöðumat á orkuöryggi tvö ár fram í tímann. Orkustofnun var falið að fylgjast með verði til alþjónustunotenda. Þá var gert ráð fyrir að stofnunin fengi heimild til að setja verðþak á raforku til að tryggja almennum notendum orku á stöðugu verði sem og að ákveða öryggismörk til að tryggja að raforkuþörf heimila og fyrirtækja væri mætt. Orkustofnun var jafnframt falið að gefa út árfjórðungslega upplýsingar um stöðu orkumarkaða. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í ef öryggi heimila og smærri fyrirtækja væri ekki tryggt að hennar mati, t.d. með endurkaupum frá stórnotendum og opinberri þjónustuskyldu á framleiðendur raforku og raforkusala, sem og að tilnefna raforkuframleiðanda til þrautavara fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Af ofangreindri upptalningu má sjá að starfshópurinn var með fjölmargar tillögur um hvernig hægt væri að tryggja á heildstæðan hátt orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja og aldrei stóð til að ábyrgðin væri hjá einum aðila. Jafnframt var ljóst að hópurinn komst ekki lengra með málið enda skipunartími hans liðinn. Þar að auki gat ekki talist æskilegt að samkeppnisaðilar réðust í viðamiklar greiningar sem voru nauðsynlegar til að vinna tillögur áfram. Það verkefni á eðlilega heima hjá stjórnvöldum. Í ljósi ofangreinds vekur það furðu að aðilar sem tóku þátt í þessari vinnu bendi ítrekað á aðeins hluta af einni tillögu af fjöldamörgum, þ.e. ábyrgð raforkuframleiðenda til að hafa tiltækt magn miðað við heildarframleiðslu og svo er gefið í skyn að allir hafi verið sammála um að hún leysti vandann. Þessi umræða leiddi til þess að Landsvirkjun, eftir að hafa greint tillögurnar nánar, sá sig knúna til að setja fram verulega fyrirvara við þær við ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikilvægt er að hafa í huga að megintilgangur starfsins var að tryggja fyrirsjáanleika í kerfinu til að tryggja öryggi heimila og smærri fyrirtækja og jafnframt að tryggja sem minnsta sóun. Allir vissu að það væri gríðarleg sóun fólgin í því að Landsvirkjun væri með ábyrgð á að vera með tilbúið rafmagn fyrir 70% af markaði fyrir heimili og smærri fyrirtæki en væri í raun einungis með um 50% markaðshlutdeild. Tillögurnar gerðu heldur aldrei ráð fyrir því. Við öll í orkugeiranum verðum að vanda okkur þegar við tölum um orkuöryggi. Mikilvægt er að ræða málin faglega og af ábyrgð til að tryggja að við aukum ekki á upplýsingaóreiðu. Það er hagur okkar allra, fyrirtækjanna jafnt sem almennings. Ljúkum verkinu Ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála er að vinna ítarlegar greiningar með ytri aðilum um heildstæðar tillögur til að tryggja orkuöryggi og hefur orkugeirinn fengið að fylgjast með þeirri vinnu og koma að athugasemdum. Við öll verðum að styðja við þá vinnu til að tryggja orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja og þannig ljúka því verki sem hófst með vinnu starfshóps um orkuöryggi. Höfundur er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Kristín Linda Árnadóttir Orkumál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina. Stjórnvöld áttuðu sig líka á hvert stefndi og árið 2020 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku skýrslu sinni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í kjölfarið var skipaður annar starfshópur til að fylgja tillögum þess fyrri eftir. Höfundur þessarar greinar átti sæti í þeim hópi, sem skilaði niðurstöðu í júní 2022, en tillögur voru lagðar fram í formi draga að reglugerð. Lögð var áhersla á að þær þyrftu nánari útfærslu og greiningu sem og frekari samráð við aðra hagaðila, auk aðkomu Alþingis. Í umræðum síðustu daga um orkuöryggi hafa nokkrir vísað í eina af tillögum þessarar nefndar en ekki sagt frá heildinni og svo sannarlega ekki þeim fyrirvörum sem settir voru. Markmiðið með tillögum starfshópsins var skýrt og það var að verja svokallaða alþjónustunotendur sem eru heimili og smærri fyrirtæki. Jafnframt var ljóst að ástæðan fyrir stofnun þessa starfshóps var að stjórnvöld hlustuðu á ákall geirans um að settar væru skýrar leikreglur sem tryggðu orkuöryggi. Aldrei var gert ráð fyrir að einn aðili bæri ábyrgð á orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja heldur byggðu tillögurnar á sameiginlegri ábyrgð fjölda aðila í orkugeiranum. Hér eru nokkrar tillögur starfshópsins: Skipting markaða á milli alþjónustunotenda og stórnotenda. Þar var lagt til að skilgreina alþjónustu, hvað í henni felst, hverjir skuli njóta hennar og í hvaða forgangi. Í grófum dráttum má segja að alþjónustunotendur séu heimili og smærri fyrirtæki. Sölufyrirtækjum gert að upplýsa Orkustofnun árlega hvernig þau hygðust mæta skuldbindingum sínum gagnvart heimilum og smærri fyrirtækjum til næstu 2 ára. Dreifiveitum bæri að upplýsa Orkustofnun og sölufyrirtæki um nýja stórnotendur sem væru að koma inn á markað og jafnframt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta þörfum sínum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Raforkuframleiðendur tóku að sér að hafa tiltæka raforku fyrir heimili og smærri fyrirtæki í hlutfalli af heildarframleiðslu síðasta árs, en sá fyrirvari var settur að Orkustofnun veitti Landsvirkjun heimild til að draga tímabundið úr framboðsskyldu þrjú ár fram í tímann og miða þá við raunverulega markaðshlutdeild síðustu 3 ára. Landsneti var gert skylt að upplýsa Orkustofnun um hvernig þau hygðust mæta sínum þörfum vegna flutnings- og dreifitapa til næstu tveggja ára. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir til Orkustofnunar til að kalla eftir gögnum frá öllum aðilum á orkumarkaði og að stofnunin gerði árlega stöðumat á orkuöryggi tvö ár fram í tímann. Orkustofnun var falið að fylgjast með verði til alþjónustunotenda. Þá var gert ráð fyrir að stofnunin fengi heimild til að setja verðþak á raforku til að tryggja almennum notendum orku á stöðugu verði sem og að ákveða öryggismörk til að tryggja að raforkuþörf heimila og fyrirtækja væri mætt. Orkustofnun var jafnframt falið að gefa út árfjórðungslega upplýsingar um stöðu orkumarkaða. Lagðar voru til umfangsmiklar heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í ef öryggi heimila og smærri fyrirtækja væri ekki tryggt að hennar mati, t.d. með endurkaupum frá stórnotendum og opinberri þjónustuskyldu á framleiðendur raforku og raforkusala, sem og að tilnefna raforkuframleiðanda til þrautavara fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Af ofangreindri upptalningu má sjá að starfshópurinn var með fjölmargar tillögur um hvernig hægt væri að tryggja á heildstæðan hátt orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja og aldrei stóð til að ábyrgðin væri hjá einum aðila. Jafnframt var ljóst að hópurinn komst ekki lengra með málið enda skipunartími hans liðinn. Þar að auki gat ekki talist æskilegt að samkeppnisaðilar réðust í viðamiklar greiningar sem voru nauðsynlegar til að vinna tillögur áfram. Það verkefni á eðlilega heima hjá stjórnvöldum. Í ljósi ofangreinds vekur það furðu að aðilar sem tóku þátt í þessari vinnu bendi ítrekað á aðeins hluta af einni tillögu af fjöldamörgum, þ.e. ábyrgð raforkuframleiðenda til að hafa tiltækt magn miðað við heildarframleiðslu og svo er gefið í skyn að allir hafi verið sammála um að hún leysti vandann. Þessi umræða leiddi til þess að Landsvirkjun, eftir að hafa greint tillögurnar nánar, sá sig knúna til að setja fram verulega fyrirvara við þær við ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikilvægt er að hafa í huga að megintilgangur starfsins var að tryggja fyrirsjáanleika í kerfinu til að tryggja öryggi heimila og smærri fyrirtækja og jafnframt að tryggja sem minnsta sóun. Allir vissu að það væri gríðarleg sóun fólgin í því að Landsvirkjun væri með ábyrgð á að vera með tilbúið rafmagn fyrir 70% af markaði fyrir heimili og smærri fyrirtæki en væri í raun einungis með um 50% markaðshlutdeild. Tillögurnar gerðu heldur aldrei ráð fyrir því. Við öll í orkugeiranum verðum að vanda okkur þegar við tölum um orkuöryggi. Mikilvægt er að ræða málin faglega og af ábyrgð til að tryggja að við aukum ekki á upplýsingaóreiðu. Það er hagur okkar allra, fyrirtækjanna jafnt sem almennings. Ljúkum verkinu Ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála er að vinna ítarlegar greiningar með ytri aðilum um heildstæðar tillögur til að tryggja orkuöryggi og hefur orkugeirinn fengið að fylgjast með þeirri vinnu og koma að athugasemdum. Við öll verðum að styðja við þá vinnu til að tryggja orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja og þannig ljúka því verki sem hófst með vinnu starfshóps um orkuöryggi. Höfundur er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun