Segir Grænland ekki falt Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 15:01 Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, vill ekki verða Bandaríkjamaður. Vísir/EPA Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent