Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 28. desember 2024 15:30 Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Það gerðist árið 2021, áður en stríðið í Úkraínu byrjaði. Stjórnvöld í Noregi eru ábyrg fyrir ástandinu en hafa reynt að breiða yfir staðreyndir með því að tengja hækkun á orkuverði stríðinu í Úkraínu. Stríðið hefur haft einhver áhrif en aðaláhrifin hafa verið frá ACER, sem sér um samninga um orkumagn og dreifingu og svo lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi. Vindorkuverin í Evrópu eru óstöðug og þurfa endalausa jöfnunarorku sem kemur aðallega frá vatnsaflsvirkjunum Norðmanna. Hér á landi er almenningur mataður á röngum fréttum sem koma frá fréttamiðlum tengdum stjórnvöldum í Noregi. Núverandi ríkisstjórn undir forystu Jonas Gahr-Støre er spáð falli í næstu kosningum samkvæmt nýustu skoðanakönnunum. Ástandið er svo slæmt í Noregi að mörg fyrirtæki og iðnaður er á barmi gjaldþrots. Heimilum er skömmtuð niðurgreiðsla fyrir skýháa raforkureikninga. Er það lausnin? Nei segja Norðmenn. Þeir vilja fá fast orkuverð fyrir kílówattstundina og á því verði sem það kostar að framleiða vatnsaflsorkuna í Noregi. Vatnsaflsvirkjanir Norðmanna voru kostaðar af skattpeningum landsmanna og ættu að þjóna norskum heimilum og iðnaði. Nú, þegar orkupakkasamningar EES og EB telja orkuframleiðslu vera hverja aðra neysluvöru, er skylt að koma henni úr höndum ríkisins og í hendur einkaaðila. Innviðir sem eru lífsnauðsynlegir fyrir afkomu iðnaðar og framleiðslu eru teknir úr höndum Norðmanna og settir á opinn markað. ACER miðstýrir orkuframleiðslu álfunnar og þar með orkukostnaði. Þar með hafa Norðmenn misst sjálfræði yfir orkunni sinni. Í fréttum hér á landi má heyra að norsk heimili fái niðurgreiðslur og því ekkert mál að greiða rafmagnsreikninginn hvern mánuð. Þetta er alrangt. Niðurgreiðsla er aðeins upp að vissu marki. Orkukostnaður hefur verið frá 5-9 þús. nkr. á mánuði fyrir eldri húsnæði með niðurgreiðslu, eða allt að 110 þús. íkr. Margar fjölskyldur slökkva á rafmagninu, elda með gasi og hita upp með viði á veturna. Þá má spyrja sig hvort þetta sé rétta leiðin til að bjarga loftslaginu? Grafið sýnir hækkun á raforku í Suður-Noregi (bláar súlur) þar sem kaplarnir til Evrópu eru tengdir við vatnsorku landshlutans. Takið vel eftir ártölunum en kaplarnir voru tengdir 2021. Þegar grafið er undan efnahag ríkisins er ekki mikið sem ríkið getur gert til að byggja upp innviði. Þannig er það í Noregi í dag. Meðalstór og lítil orkufrek fyrirtæki eins og matvinnsla s.s. bakarí, og kjötvinnsla hafa einfaldlega ekki efni á að framleiða og fólk missir vinnu. Skattgreiðendum fækkar. Erlend risafyrirtæki sem geta ekki þrifist á vindorku vilja auðvitað fá vatnsorku á sérkjörum eins og við þekkjum varðandi álverin hér á landi. Í Noregi var það venja að orkufrek fyrirtæki tryggðu sjálf orkuþörf sína án þess að heimilin liðu orkuskort. Tölvuver ameríska tölvufyrirtækisins Google mun rísa í Skien á 2 þúsund ferkílómetra lóð. Planið er að fyrirtækið taki til starfa 2026 og verði keyrt á 99% vistvænni orku frá norska orkukerfinu. Google hefur þegar fengið leyfi fyrir 240 MW, en þarf fullbyggt 840 MW, sem er 5% af allri raforku sem framleidd er í dag í Noregi. Fimmtán ferkílómetra landflæmi undir vindtúrbínuver með 50 vindtúrbínum verður byggt til að tengja við tölvuverið. Slík orka er óstöðug og því þarf jöfnunarorku frá vatnsaflsvirkjun. Vindtúrbínuver þarf alltaf jöfnunarorku. Þetta mun hafa þær afleiðingar að rafmagnskostnaður heimilanna eykst töluvert auk þess að sveiflast til og frá eftir hvernig vindur blæs, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar risafyrirtæki lofa mikilli uppbyggingu og gróða í litlu sveitarfélagi eru það peningar sem ráða ferð og allt annað svíður undan græðginni. Mikil mótstaða náttúruverndarsinna og almennings í Suður-Noregi hefur verið gegn þessum framkvæmdum, enda bæði náttúruslys vegna vindtúrbínuversins og gríðarlegt landsvæði sem fer undir vindtúrbínuverið og sjálft töluvuverið. Andstaða Norðmanna gegn EES hefur aukist mikið og vilja sífellt fleiri að Noregur gangi úr samningnum og rjúfi orkutenginguna við Evrópu. Tenglar á áhugaverða umfjöllun í Noregi: Strømpris-krisen: - - Kutt de føkkings kablene Strømpriser: Trond Giske vil true med stengte utenlandskabler – NRK Norge – Oversikt over nyheter fra ulike deler av landet https://www.nrk.no/nyheter/energiministeren-om-skyhoye-strompriser_-_-en-helt-jaevlig-situasjon-1.17165567 Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Það gerðist árið 2021, áður en stríðið í Úkraínu byrjaði. Stjórnvöld í Noregi eru ábyrg fyrir ástandinu en hafa reynt að breiða yfir staðreyndir með því að tengja hækkun á orkuverði stríðinu í Úkraínu. Stríðið hefur haft einhver áhrif en aðaláhrifin hafa verið frá ACER, sem sér um samninga um orkumagn og dreifingu og svo lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi. Vindorkuverin í Evrópu eru óstöðug og þurfa endalausa jöfnunarorku sem kemur aðallega frá vatnsaflsvirkjunum Norðmanna. Hér á landi er almenningur mataður á röngum fréttum sem koma frá fréttamiðlum tengdum stjórnvöldum í Noregi. Núverandi ríkisstjórn undir forystu Jonas Gahr-Støre er spáð falli í næstu kosningum samkvæmt nýustu skoðanakönnunum. Ástandið er svo slæmt í Noregi að mörg fyrirtæki og iðnaður er á barmi gjaldþrots. Heimilum er skömmtuð niðurgreiðsla fyrir skýháa raforkureikninga. Er það lausnin? Nei segja Norðmenn. Þeir vilja fá fast orkuverð fyrir kílówattstundina og á því verði sem það kostar að framleiða vatnsaflsorkuna í Noregi. Vatnsaflsvirkjanir Norðmanna voru kostaðar af skattpeningum landsmanna og ættu að þjóna norskum heimilum og iðnaði. Nú, þegar orkupakkasamningar EES og EB telja orkuframleiðslu vera hverja aðra neysluvöru, er skylt að koma henni úr höndum ríkisins og í hendur einkaaðila. Innviðir sem eru lífsnauðsynlegir fyrir afkomu iðnaðar og framleiðslu eru teknir úr höndum Norðmanna og settir á opinn markað. ACER miðstýrir orkuframleiðslu álfunnar og þar með orkukostnaði. Þar með hafa Norðmenn misst sjálfræði yfir orkunni sinni. Í fréttum hér á landi má heyra að norsk heimili fái niðurgreiðslur og því ekkert mál að greiða rafmagnsreikninginn hvern mánuð. Þetta er alrangt. Niðurgreiðsla er aðeins upp að vissu marki. Orkukostnaður hefur verið frá 5-9 þús. nkr. á mánuði fyrir eldri húsnæði með niðurgreiðslu, eða allt að 110 þús. íkr. Margar fjölskyldur slökkva á rafmagninu, elda með gasi og hita upp með viði á veturna. Þá má spyrja sig hvort þetta sé rétta leiðin til að bjarga loftslaginu? Grafið sýnir hækkun á raforku í Suður-Noregi (bláar súlur) þar sem kaplarnir til Evrópu eru tengdir við vatnsorku landshlutans. Takið vel eftir ártölunum en kaplarnir voru tengdir 2021. Þegar grafið er undan efnahag ríkisins er ekki mikið sem ríkið getur gert til að byggja upp innviði. Þannig er það í Noregi í dag. Meðalstór og lítil orkufrek fyrirtæki eins og matvinnsla s.s. bakarí, og kjötvinnsla hafa einfaldlega ekki efni á að framleiða og fólk missir vinnu. Skattgreiðendum fækkar. Erlend risafyrirtæki sem geta ekki þrifist á vindorku vilja auðvitað fá vatnsorku á sérkjörum eins og við þekkjum varðandi álverin hér á landi. Í Noregi var það venja að orkufrek fyrirtæki tryggðu sjálf orkuþörf sína án þess að heimilin liðu orkuskort. Tölvuver ameríska tölvufyrirtækisins Google mun rísa í Skien á 2 þúsund ferkílómetra lóð. Planið er að fyrirtækið taki til starfa 2026 og verði keyrt á 99% vistvænni orku frá norska orkukerfinu. Google hefur þegar fengið leyfi fyrir 240 MW, en þarf fullbyggt 840 MW, sem er 5% af allri raforku sem framleidd er í dag í Noregi. Fimmtán ferkílómetra landflæmi undir vindtúrbínuver með 50 vindtúrbínum verður byggt til að tengja við tölvuverið. Slík orka er óstöðug og því þarf jöfnunarorku frá vatnsaflsvirkjun. Vindtúrbínuver þarf alltaf jöfnunarorku. Þetta mun hafa þær afleiðingar að rafmagnskostnaður heimilanna eykst töluvert auk þess að sveiflast til og frá eftir hvernig vindur blæs, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar risafyrirtæki lofa mikilli uppbyggingu og gróða í litlu sveitarfélagi eru það peningar sem ráða ferð og allt annað svíður undan græðginni. Mikil mótstaða náttúruverndarsinna og almennings í Suður-Noregi hefur verið gegn þessum framkvæmdum, enda bæði náttúruslys vegna vindtúrbínuversins og gríðarlegt landsvæði sem fer undir vindtúrbínuverið og sjálft töluvuverið. Andstaða Norðmanna gegn EES hefur aukist mikið og vilja sífellt fleiri að Noregur gangi úr samningnum og rjúfi orkutenginguna við Evrópu. Tenglar á áhugaverða umfjöllun í Noregi: Strømpris-krisen: - - Kutt de føkkings kablene Strømpriser: Trond Giske vil true med stengte utenlandskabler – NRK Norge – Oversikt over nyheter fra ulike deler av landet https://www.nrk.no/nyheter/energiministeren-om-skyhoye-strompriser_-_-en-helt-jaevlig-situasjon-1.17165567 Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun