Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 12:56 Ólafur Þór segir embættið hreinlega ekki mega tjá sig um mál þegar þinghald er lokað. „Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“ Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12