Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 14:01 Þrír borgarfulltrúar fengu bæði greitt frá borginni og Alþingi um síðustu mánaðamót. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að almennt fái fólk greiddan uppsagnafrest þegar það skiptir um vinnu. Kjörnir fulltrúar þurfi þó að huga að ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Vísir/Sara Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira