„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir slæmt fyrir samfélagið í heild sinni að Landsvirkjun sé með dómi gert óheimilt að reisa Hvammsvirkjun sem sé búin að vera í undirbúningi í aldarfjórðung. Vísir/Sigurjón Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður. Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður.
Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira