Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2025 07:04 Arna Lára Jónsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Vísir Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira