Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2025 07:04 Arna Lára Jónsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Vísir Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þingmenn fengu laun fyrir desember og janúar um áramótin. Þing hefur ekki enn komið saman frá kosningum en fyrsti þingfundur á að fara fram 4. febrúar. Þrír borgarfulltrúar sem náðu kjöri sem þingmenn fengu þá greitt bæði frá borginni og ríkinu fyrir desember og janúar: þau Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. Almennt þingfararkaup er um ein og hálf milljón króna Þau fengu þannig á bilinu 4,2 til 4,7 milljónir króna í laun greidd um síðustu mánaðamót. Tveir bæjarstjórar og tveir sveitarstjórnarmenn aðrir náðu kjöri til þings og fengu greitt tvöfalt fyrir desember. Forseti ASÍ sagði Vísi fyrr í vikunni að greiðslurnar væru í samræmi við leikreglur á almennum markaði. Kjörnir fulltrúar ættu engu að síður að huga að ímynd sinni gagnvart almenningi í þessum efnum. Tæpar 5,8 milljónir fyrir bæjarstjóra- og þingmannsstarfið Rósa Guðbjartsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún fékk tæpar 2,8 milljónir króna fyrir störf sín sem bæjarstjóri fyrir desember samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar. Með tvöfalda þingfararkaupinu um áramótin hefði hún þá fengið tæpar 5,8 milljónir í launagreiðslur. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti að Rósa yrði forseti þess á fundi 9. janúar. Ekki náðist í Rósu um hversu lengi hún hefði hugsað sér að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði samhliða þingstöfum við vinnslu þessarar fréttar. Átti ekki rétt á biðlaunum en kláraði ráðningarsamning til áramóta Arna Lára Jónsdóttir, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með bréfi til bæjarstjórnar 3. desember. Hún fór í orlof frá störfum sínum sem bæjarstjóri þegar kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar hófst. Ráðningarsamingur Örnu Láru gilti til áramóta. Samkvæmt honum átti hún ekki rétt á biðlaunum en hún fékk greidd venjuleg laun upp á tæpar 1,8 milljónir króna fyrir desember. Þá er ótalinn mánaðarlegur bifreiðastyrkur. Í heildina fékk Arna Lára því tæpar 4,8 milljónir króna í laun fyrir desember úr ríkissjóði og frá Ísafjarðarbæ. Ekki búin að segja af sér í bæjarstjórn Ölfuss Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi og náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún hefur ekki enn beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Bæjarstjórn Ölfuss kom síðast saman 12. desember en Ása Berglind segir við Vísi að þá hafi ekki legið fyrir hver tæki við af henni. Hún segi þess vegna af sér sem bæjarfulltrúi á næsta fundi 30. janúar. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins Ölfuss fær Ása Berglind greiddar samtals 380.292 krónur fyrir setu í bæjarstjórn og nefndum í desember og janúar. Alls mun hún þá hafa fengið hátt í 3,4 milljónir króna í laun á því tímabili. Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir/Arnar Sagði af sér frá áramótum Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem náði kjöri fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, baðst lausnar úr bæjarstjórn Seltjarnarnessbæjar frá áramótum. Hann fékk greiddar 348.000 krónur sem bæjarfulltrúi fyrir desember auk 77 þúsund króna fyrir tvo bæjarráðsfundi ofan á um þriggja milljóna króna í þingfararkaup fyrir desember og janúar. Ákveðið var að Guðmundur Ari yrði formaður þingflokks Samfylkingarinnar 7. janúar. Formenn þingflokka fá 15 prósent álag á þingfararkaup. Guðmundur Ari Sigurjónsson.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Seltjarnarnes Ölfus Hafnarfjörður Ísafjarðarbær Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira