Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Lovísa Arnardóttir skrifar 20. janúar 2025 10:09 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er formaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. „Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira