Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Lovísa Arnardóttir skrifar 20. janúar 2025 10:09 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er formaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. „Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent