Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 21:33 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Vísir Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“ Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira