„Erum í þessu til þess að vinna“ Stefán Marteinn skrifar 23. janúar 2025 22:11 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101. „Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
„Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira