Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2025 14:28 Inga hringdi í Ársæl Guðmundsson skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skós barnabarns hennar og minnti hann á áhrif hennar í samfélaginu og tengsl við lögregluna. Inga vildi að gengið yrði í það án hiks að skórnir fyndust. vísir/Egill/Vilhelm Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira