Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 21:58 Frá blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna. Það samsvarar um 286 milljörðum króna. Byggir þetta á samkomulagi ríkisstjórnar Danmerkur og ráðamanna í Færeyjum og Grænlandi. Þrjú ný herskip verða smíðuð, samkvæmt yfirlýsingu á vef Varnarmálaráðuneytis Danmerkur, og eiga þau að leysa fjögur eldri skip af hólmi. Nýju skipin eiga að vera betur búin til að vakta norðurslóðir og eiga að geta borið þyrlur og dróna. Tveir öflugir og langdrægir eftirlitsdrónar verða keyptir og notaðir til vöktunar og á að efla eftirlit á norðurslóðum með gervihnöttum og skynjurum á jörðu niðri. Samkomulegið mun einnig fela í sér aukna herþjálfun í Grænlandi sem á að vera ætlað að styrkja stöðu Grænlendinga varðandi það ef og þegar þeir hljóta sjálfstæði. Danska ríkisútvarpið hefur eftir varnarmálaráðherra Danmerkur að þetta sé einungis fyrsta samkomulag og von sé á öðru samkomulagi fyrir sumarið. Sendu Trump skilaboð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ítrekað talað um að Bandaríkin þurfi að „eignast“ Grænlands og hefur hann meðal annars sagt að Danir geti ekki varið eyjuna. Sjá einnig: Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Haldinn var blaðamannafundur í Kaupmannahöfn um samkomulagið en þar sagði Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að öryggisaðstæður á norðurslóðum hefðu breyst og taka þyrfti tillit til þess, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Hún sagði ný herskip mikilvæg og að þau myndu auka öryggi Grænlendinga til muna. Í frétt DR segir að með tilkynningunni og blaðamannafundinum hafi Danir og Grænlendingar viljað senda út skilaboð til heimsins og sérstaklega Trumps að samband þar á milli sé gott. Danmörk Grænland Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira
Það samsvarar um 286 milljörðum króna. Byggir þetta á samkomulagi ríkisstjórnar Danmerkur og ráðamanna í Færeyjum og Grænlandi. Þrjú ný herskip verða smíðuð, samkvæmt yfirlýsingu á vef Varnarmálaráðuneytis Danmerkur, og eiga þau að leysa fjögur eldri skip af hólmi. Nýju skipin eiga að vera betur búin til að vakta norðurslóðir og eiga að geta borið þyrlur og dróna. Tveir öflugir og langdrægir eftirlitsdrónar verða keyptir og notaðir til vöktunar og á að efla eftirlit á norðurslóðum með gervihnöttum og skynjurum á jörðu niðri. Samkomulegið mun einnig fela í sér aukna herþjálfun í Grænlandi sem á að vera ætlað að styrkja stöðu Grænlendinga varðandi það ef og þegar þeir hljóta sjálfstæði. Danska ríkisútvarpið hefur eftir varnarmálaráðherra Danmerkur að þetta sé einungis fyrsta samkomulag og von sé á öðru samkomulagi fyrir sumarið. Sendu Trump skilaboð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ítrekað talað um að Bandaríkin þurfi að „eignast“ Grænlands og hefur hann meðal annars sagt að Danir geti ekki varið eyjuna. Sjá einnig: Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Haldinn var blaðamannafundur í Kaupmannahöfn um samkomulagið en þar sagði Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að öryggisaðstæður á norðurslóðum hefðu breyst og taka þyrfti tillit til þess, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Hún sagði ný herskip mikilvæg og að þau myndu auka öryggi Grænlendinga til muna. Í frétt DR segir að með tilkynningunni og blaðamannafundinum hafi Danir og Grænlendingar viljað senda út skilaboð til heimsins og sérstaklega Trumps að samband þar á milli sé gott.
Danmörk Grænland Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49