„Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2025 17:07 Henry Alexander er á því að Inga Sæland þurfi að setja sig hratt og örugglega inn í hvað það þýðir að vera ráðherra. Hann er engu að síður þeirrar skoðunar að siðareglur eigi að vera til leiðbeiningar, fremur en að þær séu notaðar til að hanka fólk á. vísir/vilhelm Henry Alexander Henrysson siðfræðingur telur skorta nokkuð uppá að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, átti sig til fulls á því hvað felst í hinu nýja (ráðherra)hlutverki. Ársæll Guðmundsson skólastjóri Borgarholtsskóla fagnar afsökunarbeiðni Ingu. Atburðarás hefur verið hröð síðan Vísir greindi frá því síðdegis í gær að Inga hafi hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og haft í hótunum við hann, vegna tapaðs Nike-skós barnabarns hennar. Mælti hún þar í krafti stöðu sinnar í samfélaginu. Eins og sjá má í klippu ofangreindrar fréttar brást Inga ókvæða við spurningum tengdum þeirra samskiptum. Hún vildi frábiðja sér slíka blaðamennsku. Skólastjórinn fagnar afsökunarbeiðni Ingu Í dag var kominn annað hljóð í strokkinn og baðst Inga afsökunar á hvatvísi sinni; að hafa tekið upp tólið og hringt í Ársæl. „Mér finnst hún maður að meiri að að biðjast afsökunar og ég óska henni og ríkisstjórninni allri velfarnaðar í sínum störfum. Svo heldur lífið áfram,“ segir Ársæll í samtali við Vísi. Hann ítrekar að hann geti ekki tjáð sig meira um samtal þeirra. „Hún hringdi, það er rétt. En það fer best á því allra vegna að segja gott. Þetta mál er ekki gott fyrir skólann. Ég vil ekki og get ekki tjáð mig meira um þetta. En mér fannst þetta gott hjá henni og svo heldur lífið áfram. Það er ekkert meira um það að segja af minni hálfu,“ segir Ársæll. „Þetta er náttúrlega ekki nógu gott“ En er málið þar með afgreitt, allt gott og allir vinir? Um það má spyrja. Gerðist Inga til að mynda sek um að brjóta gegn siðareglum ráðherra? En í annarri grein segir að ráðherra notfæri „sér ekki stöðu sína í eiginhagsmunaskyn eða í þágu hagsmuna tengdra aðila.“ Og hugsanlega, ef menn vilja teygja sig, brotleg gegn Almennum hengingarlögum. Í 134. grein segir að misnoti „opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum.“ Ársæll Guðmundsson skólastjóri fagnar afsökunarbeiðni Ingu.vísir/egill Vísi þótti ekki úr vegi að bera þetta undir Henry Alexander siðfræðing. Hann sagðist, ekki frekar en aðrir, vita nákvæmlega átti sér stað í símtalinu. „En ef það sem haft hefur verið eftir í fréttum er rétt þá er þetta náttúrlega alls ekki nógu gott. Og Inga hefur svo sem sjálf ekki hjálpað sér með því að útskýra ekki strax um hvað samtalið var fyrst hún taldi rangt eftir haft,“ segir Henry. Ekki gott ef siðareglur eru til að hanka fólk á Almennt séð þá eru það foreldrar sem spyrjast fyrir um dót og skólagöngu barna sinna og að sögn Henrys ætti að hafa verið einfalt strax í upphafi að útskýra hvers vegna hún tók að sér að hringja og hver tónninn í samtalinu var fyrst fréttir áttu að hafa verið rangar. „Mikil umræða hefur verið undanfarið um framgöngu fólks sem setur sig í samband við skóla barnanna sinna og hvernig tón fólk notar við kennara og skólastjórnendur. Málið er sérstaklega slæmt í því ljósi.“ En hvað varðar siðareglur ráðherra þá telur Henry menn þar á villigötum. „Þrýstingur á embættismenn í krafti – eða nafni – embættis stangast auðvitað á við aðra grein siðareglna ráðherra. Sjálfum finnst mér kannski ekki aðalatriðið í þessu máli hvort brotið hafi verið gegn siðareglum ráðherra, eða hvort framganga ráðherrans hafi gengið gegn ákvæði þeirra og anda. Siðareglur eru ekki einungis tæki til að grípa til þegar hanka skal fólk fyrir tilteknar athafnir og ákvarðanir.“ Henry Alexander telur málið allt til þess fallið að rýra trú almennings á stjórnmálastéttinni í heild sinni.vísir Siðareglur eru að mati Henrys bestar þegar þær virka sem leiðbeiningar fyrir fólk sem tekur að sér ný hlutverk eða þarf að endurhugsa stöðu sína. „Þeim er ætlað að veita leiðsögn um þau gildi sem starfa á eftir. Mig grunar að ný ríkisstjórn hafi í öllum fagnaðarlátunum gleymt þessu hlutverki reglnanna og sparað sér nauðsynlegar umræður milli nýrra ráðherra hvað hlutverkið felur í sér. Núna virðist afsökunin eiga að vera að um fljótfærni hafi verið að ræða en reglurnar nýtast einmitt svo vel til að hemja hvatvísi.“ Öll svona mál skaða traust til stjórnmálastéttarinnar Henry segir jafnframt að jafnvel þótt Inga hafi ekki nýtt sér hlutverk sitt á nokkurn hátt í samræðum við skólastjórann þá verður að segjast að í þessu máli og öðrum undanfarið hefur mögulega skort örlítið upp á skilning á því í hvaða hlutverk hún er komin þegar hún svarar fjölmiðlum. „Siðareglurnar, sem og textar og leiðbeiningar sem fylgja þeim, geta aðstoðað við að leiðbeina henni og öðrum ráðherrum í því efni. Auðvitað má segja að framganga af þessu tagi sé verst fyrir ráðherrann sjálfan en svo má líka horfa þannig á málið að verst sé þetta fyrir ásýnd kjörinna fulltrúa og trúverðugleika þeirra.“ Með öðrum orðum að framganga Ingu geti verið slæm hvað varðar trúverðugleika stjórnmálastéttarinnar allrar. „Öll svona mál skaða traust til stjórnmálastéttarinnar og sérstaklega nýrrar ríkisstjórnar. Ég hefði haldið að það hefði átt að vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að vinna skipulega frá upphafi í trúverðugleika sínum. Svo hefur maður séð ítrekað hjá undanförnum ríkisstjórnum hvernig afglöp og sérhagsmunir mola að lokum niður traust innan ríkisstjórnar þótt hún reyni að sýnast sameinuð út á við. Mér finnst líklegt að framganga Ingu þessar fyrstu viku liggi mjög þungt á mörgum samráðherrum hennar.“ Misræmi í afsökunarbeiðni Ingu Spurður út í hvort ekki megi greina misræmi í orðum Ingu, sem biðst afsökunar á hvatvísi sinni en neitar að hafa kynnt sig sem ráðherra eða að hún hafi nefnt lögreglu í samtali sínu við skólastjórann – á hverju er hún þá að biðjast afsökunar (?) – segir Henry: „Jú. Við höfum svo sem rætt það áður með afsakanir að hugmyndin með þeim er ekki að skilyrða þær með ef-setningum. Og afsökunin í þessu tilviki er ákaflega sérstök þegar um leið kemur fram að það sé engin ástæða til að biðjast afsökunar enda hafi enginn þrýstingur komið fram í krafti valds og stöðu. Í hverju nákvæmlega fólst þá hvatvísin sem er viðurkennd? Það er aldrei gott þegar afsakanir vekja upp fleiri spurningar en voru þegar til staðar,“ segir Henry Alexander. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Húsnæðismál Skóla- og menntamál Alþingi Flokkur fólksins Fréttaskýringar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira
Atburðarás hefur verið hröð síðan Vísir greindi frá því síðdegis í gær að Inga hafi hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og haft í hótunum við hann, vegna tapaðs Nike-skós barnabarns hennar. Mælti hún þar í krafti stöðu sinnar í samfélaginu. Eins og sjá má í klippu ofangreindrar fréttar brást Inga ókvæða við spurningum tengdum þeirra samskiptum. Hún vildi frábiðja sér slíka blaðamennsku. Skólastjórinn fagnar afsökunarbeiðni Ingu Í dag var kominn annað hljóð í strokkinn og baðst Inga afsökunar á hvatvísi sinni; að hafa tekið upp tólið og hringt í Ársæl. „Mér finnst hún maður að meiri að að biðjast afsökunar og ég óska henni og ríkisstjórninni allri velfarnaðar í sínum störfum. Svo heldur lífið áfram,“ segir Ársæll í samtali við Vísi. Hann ítrekar að hann geti ekki tjáð sig meira um samtal þeirra. „Hún hringdi, það er rétt. En það fer best á því allra vegna að segja gott. Þetta mál er ekki gott fyrir skólann. Ég vil ekki og get ekki tjáð mig meira um þetta. En mér fannst þetta gott hjá henni og svo heldur lífið áfram. Það er ekkert meira um það að segja af minni hálfu,“ segir Ársæll. „Þetta er náttúrlega ekki nógu gott“ En er málið þar með afgreitt, allt gott og allir vinir? Um það má spyrja. Gerðist Inga til að mynda sek um að brjóta gegn siðareglum ráðherra? En í annarri grein segir að ráðherra notfæri „sér ekki stöðu sína í eiginhagsmunaskyn eða í þágu hagsmuna tengdra aðila.“ Og hugsanlega, ef menn vilja teygja sig, brotleg gegn Almennum hengingarlögum. Í 134. grein segir að misnoti „opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum.“ Ársæll Guðmundsson skólastjóri fagnar afsökunarbeiðni Ingu.vísir/egill Vísi þótti ekki úr vegi að bera þetta undir Henry Alexander siðfræðing. Hann sagðist, ekki frekar en aðrir, vita nákvæmlega átti sér stað í símtalinu. „En ef það sem haft hefur verið eftir í fréttum er rétt þá er þetta náttúrlega alls ekki nógu gott. Og Inga hefur svo sem sjálf ekki hjálpað sér með því að útskýra ekki strax um hvað samtalið var fyrst hún taldi rangt eftir haft,“ segir Henry. Ekki gott ef siðareglur eru til að hanka fólk á Almennt séð þá eru það foreldrar sem spyrjast fyrir um dót og skólagöngu barna sinna og að sögn Henrys ætti að hafa verið einfalt strax í upphafi að útskýra hvers vegna hún tók að sér að hringja og hver tónninn í samtalinu var fyrst fréttir áttu að hafa verið rangar. „Mikil umræða hefur verið undanfarið um framgöngu fólks sem setur sig í samband við skóla barnanna sinna og hvernig tón fólk notar við kennara og skólastjórnendur. Málið er sérstaklega slæmt í því ljósi.“ En hvað varðar siðareglur ráðherra þá telur Henry menn þar á villigötum. „Þrýstingur á embættismenn í krafti – eða nafni – embættis stangast auðvitað á við aðra grein siðareglna ráðherra. Sjálfum finnst mér kannski ekki aðalatriðið í þessu máli hvort brotið hafi verið gegn siðareglum ráðherra, eða hvort framganga ráðherrans hafi gengið gegn ákvæði þeirra og anda. Siðareglur eru ekki einungis tæki til að grípa til þegar hanka skal fólk fyrir tilteknar athafnir og ákvarðanir.“ Henry Alexander telur málið allt til þess fallið að rýra trú almennings á stjórnmálastéttinni í heild sinni.vísir Siðareglur eru að mati Henrys bestar þegar þær virka sem leiðbeiningar fyrir fólk sem tekur að sér ný hlutverk eða þarf að endurhugsa stöðu sína. „Þeim er ætlað að veita leiðsögn um þau gildi sem starfa á eftir. Mig grunar að ný ríkisstjórn hafi í öllum fagnaðarlátunum gleymt þessu hlutverki reglnanna og sparað sér nauðsynlegar umræður milli nýrra ráðherra hvað hlutverkið felur í sér. Núna virðist afsökunin eiga að vera að um fljótfærni hafi verið að ræða en reglurnar nýtast einmitt svo vel til að hemja hvatvísi.“ Öll svona mál skaða traust til stjórnmálastéttarinnar Henry segir jafnframt að jafnvel þótt Inga hafi ekki nýtt sér hlutverk sitt á nokkurn hátt í samræðum við skólastjórann þá verður að segjast að í þessu máli og öðrum undanfarið hefur mögulega skort örlítið upp á skilning á því í hvaða hlutverk hún er komin þegar hún svarar fjölmiðlum. „Siðareglurnar, sem og textar og leiðbeiningar sem fylgja þeim, geta aðstoðað við að leiðbeina henni og öðrum ráðherrum í því efni. Auðvitað má segja að framganga af þessu tagi sé verst fyrir ráðherrann sjálfan en svo má líka horfa þannig á málið að verst sé þetta fyrir ásýnd kjörinna fulltrúa og trúverðugleika þeirra.“ Með öðrum orðum að framganga Ingu geti verið slæm hvað varðar trúverðugleika stjórnmálastéttarinnar allrar. „Öll svona mál skaða traust til stjórnmálastéttarinnar og sérstaklega nýrrar ríkisstjórnar. Ég hefði haldið að það hefði átt að vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að vinna skipulega frá upphafi í trúverðugleika sínum. Svo hefur maður séð ítrekað hjá undanförnum ríkisstjórnum hvernig afglöp og sérhagsmunir mola að lokum niður traust innan ríkisstjórnar þótt hún reyni að sýnast sameinuð út á við. Mér finnst líklegt að framganga Ingu þessar fyrstu viku liggi mjög þungt á mörgum samráðherrum hennar.“ Misræmi í afsökunarbeiðni Ingu Spurður út í hvort ekki megi greina misræmi í orðum Ingu, sem biðst afsökunar á hvatvísi sinni en neitar að hafa kynnt sig sem ráðherra eða að hún hafi nefnt lögreglu í samtali sínu við skólastjórann – á hverju er hún þá að biðjast afsökunar (?) – segir Henry: „Jú. Við höfum svo sem rætt það áður með afsakanir að hugmyndin með þeim er ekki að skilyrða þær með ef-setningum. Og afsökunin í þessu tilviki er ákaflega sérstök þegar um leið kemur fram að það sé engin ástæða til að biðjast afsökunar enda hafi enginn þrýstingur komið fram í krafti valds og stöðu. Í hverju nákvæmlega fólst þá hvatvísin sem er viðurkennd? Það er aldrei gott þegar afsakanir vekja upp fleiri spurningar en voru þegar til staðar,“ segir Henry Alexander.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Húsnæðismál Skóla- og menntamál Alþingi Flokkur fólksins Fréttaskýringar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira