Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sé á tánum gagnvart mögulegum ógnum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn. Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira