Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2025 18:30 Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar