Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 15:45 Hófí Dóra Friðgeirsdóttir keppir í bruni á HM í alpagreinum í Austurríki á morgun. Getty/Christophe Pallot Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira