Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 14:46 Mikaela Shiffrin þarf tíma til að jafna sig andlega eftir slysið í nóvember. Getty/Paul Brechu Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki. Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni. Skíðaíþróttir Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Sjá meira
Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni.
Skíðaíþróttir Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Sjá meira