„Ég er bara pínu leiður“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. febrúar 2025 19:24 Magnús Þór Jónsson er formaður KÍ. Vísir/Einar Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda