Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2025 11:37 Steina Árnadóttir sem var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri sem var sakfelldur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans af gáleysi hefur óskað eftir leyfi til þess að áfrýja dómnum til Landsréttar. Konunni var ekki gerð refsing fyrir brotið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing, fyrir manndráp af gáleysi í byrjun desember. Hún var talin hafa valdið dauða langveiks sjúklings með því að hella ofan í hann næringardrykkjum á geðdeild Landspítalans árið 2021. Steina hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar sem hefur beiðnina til meðferðar, að því er kemur fram í skriflegu svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Almennt er aðeins hægt að áfrýja dómi í sakamáli ef sá ákærði er dæmdur í fangelsi. Þó er hægt að sækja um áfrýjunarleyfi ef úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað að dómi kunni að verða breytt að verulegu leyti. Steina var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi þar sem héraðsdómur taldi ekkki sannað að hún hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn árið 2023. Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að ákæruvaldið hefði átt að fá tækifæri til þess að færa rök fyrir að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Sek um stórfellt gáleysi Í dómi héraðsdóms í desember kom fram að Steina hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti tveimur næringardrykkjum upp í sjúklinginn á geðdeild 16. ágúst árið 2021. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri með geðklofa sem var þar að auki veik af lungnabólgu. Hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að hjálpa konunni en aðferðin sem hún beitti til þess hafi ekki verið viðurkennd og ekki verið fagleg. Steina neitaði sök fyrir dómi. Hún hélt því fram að henni hefði verið tjáð að matur stæði í konunni og að hún hefði meðal annars gefið henni næringardrykk til að losa um. Þrjár ungar samstarfskonur hennar sem voru á vaktinni fullyrtu aftur á móti að hún hefði hellt innihaldi tveggja næringardrykkja ofan í konuna þar til hún missti meðvitund. Steina hefði skipað þeim að halda konunni jafnvel þótt hún hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka. Niðurstaða réttarlæknis var að konan hefði kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Mannlegir og kerfisbundnir þættir Héraðsdómur taldi í dómi sínum í desember að andlát sjúklingsins hefði verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta sem hefðu ýtt undir óöryggi starfsfólks á geðdeildinni. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á geðdeildinni hefðu ekki verið fullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki sínu. Ráðist hefði verið í umbætur á geðþjónustunni eftir andlát sjúklingsins. Á meðal þess sem kom fram við aðalmeðferð málsins á sínum tíma að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarsímanúmer Landspítalans úr farsímum og að slæm reynsla væri af þjónustunni þar. Þannig kom endurlífgunarteymi Landspítalans aldrei á geðdeildina þegar konan lést heldur sjúkraflutningamenn á sjúkrabíl frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Endurlífgunarteymið var ekki kallað til vegna þess að sá sem svaraði í innanhússneyðarsímann taldi ranglega að endurlífgunarteymið sinnti ekki útköllum í geðdeildarbyggingunni. Þá kom fram að konan sem lést hefði verið flutt á bráðadeild í Fossvogi vegna veikinda sinna fyrr um daginn en hún send til baka á geðdeildina þar sem ekki fékkst yfirseta fyrir hana á bráðadeildinni. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en þeir áttu að vera tveir. Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing, fyrir manndráp af gáleysi í byrjun desember. Hún var talin hafa valdið dauða langveiks sjúklings með því að hella ofan í hann næringardrykkjum á geðdeild Landspítalans árið 2021. Steina hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar sem hefur beiðnina til meðferðar, að því er kemur fram í skriflegu svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Almennt er aðeins hægt að áfrýja dómi í sakamáli ef sá ákærði er dæmdur í fangelsi. Þó er hægt að sækja um áfrýjunarleyfi ef úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað að dómi kunni að verða breytt að verulegu leyti. Steina var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi þar sem héraðsdómur taldi ekkki sannað að hún hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn árið 2023. Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að ákæruvaldið hefði átt að fá tækifæri til þess að færa rök fyrir að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Sek um stórfellt gáleysi Í dómi héraðsdóms í desember kom fram að Steina hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti tveimur næringardrykkjum upp í sjúklinginn á geðdeild 16. ágúst árið 2021. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri með geðklofa sem var þar að auki veik af lungnabólgu. Hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að hjálpa konunni en aðferðin sem hún beitti til þess hafi ekki verið viðurkennd og ekki verið fagleg. Steina neitaði sök fyrir dómi. Hún hélt því fram að henni hefði verið tjáð að matur stæði í konunni og að hún hefði meðal annars gefið henni næringardrykk til að losa um. Þrjár ungar samstarfskonur hennar sem voru á vaktinni fullyrtu aftur á móti að hún hefði hellt innihaldi tveggja næringardrykkja ofan í konuna þar til hún missti meðvitund. Steina hefði skipað þeim að halda konunni jafnvel þótt hún hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka. Niðurstaða réttarlæknis var að konan hefði kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Mannlegir og kerfisbundnir þættir Héraðsdómur taldi í dómi sínum í desember að andlát sjúklingsins hefði verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta sem hefðu ýtt undir óöryggi starfsfólks á geðdeildinni. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á geðdeildinni hefðu ekki verið fullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki sínu. Ráðist hefði verið í umbætur á geðþjónustunni eftir andlát sjúklingsins. Á meðal þess sem kom fram við aðalmeðferð málsins á sínum tíma að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarsímanúmer Landspítalans úr farsímum og að slæm reynsla væri af þjónustunni þar. Þannig kom endurlífgunarteymi Landspítalans aldrei á geðdeildina þegar konan lést heldur sjúkraflutningamenn á sjúkrabíl frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Endurlífgunarteymið var ekki kallað til vegna þess að sá sem svaraði í innanhússneyðarsímann taldi ranglega að endurlífgunarteymið sinnti ekki útköllum í geðdeildarbyggingunni. Þá kom fram að konan sem lést hefði verið flutt á bráðadeild í Fossvogi vegna veikinda sinna fyrr um daginn en hún send til baka á geðdeildina þar sem ekki fékkst yfirseta fyrir hana á bráðadeildinni. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en þeir áttu að vera tveir.
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Sjá meira