Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun