Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 14:15 Federica Brignone fagnaði sögulegum sigri á HM í dag. Getty/Alexis Boichard Hin ítalska Federica Brignone varð í dag elsta kona sögunnar til að vinna HM-gull í alpagreinum þegar hún vann sigur í stórsvigi, 34 ára að aldri. Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, eini keppandi Íslands í greininni, féll úr keppni í seinni umferðinni. Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi. Skíðaíþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi.
Skíðaíþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira