Stjórnmálamenn haldi greinilega að meðalvegur endist í 120 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 09:11 Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas, segir árlega viðhaldsskuld á vegakerfinu vera tugi milljarða. Stjórnmálamenn virðist halda að meðalvegur endist í 120 ár. Vegagerð/Colas Framkvæmdastjóri Colas segir ekki rétt að rekja megi lélegt ásigkomulag vega til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka. Fé vanti til viðhalds og segir hann viðhaldsskuld vegakerfisins hafa numið tugum milljarða árlega undanfarna áratugi. Bágt ástand Vegakerfisins hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Vegir landsins hafa margir komið ansi illa undan vetri, á miðvikudag þurfti að lýsa yfir hættustigi vegna bikblæðinga í Dölunum og víða annars staðar á Vesturlandi og Vestfjörðum. Samtök iðnaðarins segja uppsafnaða viðhaldsskuld í vegakerfinu á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra telur að setja þurfi meiri pening í viðhald en vill líka auka eftirlit með þungaflutningi. Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, ræddi vegagerð í Bítinu í vikunni og taldi ástandið mega rekja til fúsks Vegagerðarinnar og óvandaðra vinnubragða verktaka. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnarColas, skrifaði á Vísi í morgun skoðanagreinina „Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið“ þar sem hann svarar yfirlýsingum Ólafs. Hvers vegna er ástandið svona? Sigþór listar upp nokkrar „staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð“ í greininni. Hann segir að vegir séu hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) og að efni til vegagerðar sé þaulrannsakað til að það uppfylli allar kröfur. Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóði út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum og óháðir eftirlitsaðilar fylgist með öllum verkefnum. Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar séu með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok og bæði ári eftir verklok og tveimur árum síðar séu öll verkefni grandskoðuð og gerðar úrbætur á þeim ef þörf er á. „Hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sums staðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp?“ spyr Sigþór svo í greininni. Ástæðurnar séu nokkrar en ein sú allra stærsta sé: „Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga!“ skrifar hann. Fé hefur vantað til viðhalds vegum áratugum saman. „Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja.“ Árleg viðhaldsskuld tugir milljarða Sigþór segir það „pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng.“ Að halda mannvirkjunum við sé ekki eins gaman enda taki kjósendur ekki eins vel eftir því. Nema kannski núna, þegar allt sé að hruni komið. „Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með,“ skrifar Sigþór. Tvennt beri þó að athuga. Í fyrsta lagi yrðu ekki jafnmargir af þessum sömu kílómetrum lagðir með upphaflegri hönnum vegna meiri umferðar og meiri þungaflutninga. Í öðru lagi sé eðlilegt að leggja til ákveðna prósentu árlega í viðhald svo vegirnir haldist við. Í tilfelli vegakerfisins myndi kosta 60 milljarða á ári að leggja um fimm prósent af virði þeirra til viðhalds. Þannig myndu þeir halda stofnvirði sínu á tuttugu árum. Ef það væri 2,5 prósent þá þyrfti að leggja til 30 milljarða árlega. En hann segir það langt í frá að svo mikill peningur fari í viðhald. „Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið!“ skrifar Sigþór. Honum reiknast því til að stjórnmálamenn sem skammti viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Bágt ástand Vegakerfisins hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Vegir landsins hafa margir komið ansi illa undan vetri, á miðvikudag þurfti að lýsa yfir hættustigi vegna bikblæðinga í Dölunum og víða annars staðar á Vesturlandi og Vestfjörðum. Samtök iðnaðarins segja uppsafnaða viðhaldsskuld í vegakerfinu á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra telur að setja þurfi meiri pening í viðhald en vill líka auka eftirlit með þungaflutningi. Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, ræddi vegagerð í Bítinu í vikunni og taldi ástandið mega rekja til fúsks Vegagerðarinnar og óvandaðra vinnubragða verktaka. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnarColas, skrifaði á Vísi í morgun skoðanagreinina „Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið“ þar sem hann svarar yfirlýsingum Ólafs. Hvers vegna er ástandið svona? Sigþór listar upp nokkrar „staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð“ í greininni. Hann segir að vegir séu hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) og að efni til vegagerðar sé þaulrannsakað til að það uppfylli allar kröfur. Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóði út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum og óháðir eftirlitsaðilar fylgist með öllum verkefnum. Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar séu með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok og bæði ári eftir verklok og tveimur árum síðar séu öll verkefni grandskoðuð og gerðar úrbætur á þeim ef þörf er á. „Hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sums staðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp?“ spyr Sigþór svo í greininni. Ástæðurnar séu nokkrar en ein sú allra stærsta sé: „Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga!“ skrifar hann. Fé hefur vantað til viðhalds vegum áratugum saman. „Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja.“ Árleg viðhaldsskuld tugir milljarða Sigþór segir það „pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng.“ Að halda mannvirkjunum við sé ekki eins gaman enda taki kjósendur ekki eins vel eftir því. Nema kannski núna, þegar allt sé að hruni komið. „Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með,“ skrifar Sigþór. Tvennt beri þó að athuga. Í fyrsta lagi yrðu ekki jafnmargir af þessum sömu kílómetrum lagðir með upphaflegri hönnum vegna meiri umferðar og meiri þungaflutninga. Í öðru lagi sé eðlilegt að leggja til ákveðna prósentu árlega í viðhald svo vegirnir haldist við. Í tilfelli vegakerfisins myndi kosta 60 milljarða á ári að leggja um fimm prósent af virði þeirra til viðhalds. Þannig myndu þeir halda stofnvirði sínu á tuttugu árum. Ef það væri 2,5 prósent þá þyrfti að leggja til 30 milljarða árlega. En hann segir það langt í frá að svo mikill peningur fari í viðhald. „Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið!“ skrifar Sigþór. Honum reiknast því til að stjórnmálamenn sem skammti viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu.
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira