Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 21:00 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði. Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði.
Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira