Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 10:12 Eric Adams virtist borubrattur á leið úr dómsal í New York í gær. AP/Julia Demaree Nikhinson Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira