„Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 08:04 Ásgeir ber ennþá ör eftir ofbeldið sem hann varð fyrir í æsku- bæði líkamleg og andleg. Vísir/Vilhelm Ásgeir Tranberg varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu föður síns sem barn. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma og kom þá meðal annars fram að um væri að ræða eitt alvarlegasta barnaverndarmál síðari ára. Faðir hans var á endanum dæmdur í tveggja ára fangelsi. Ásgeir varð jafnframt fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fleiri en eins manns - sambýlismanna móður sinnar. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við viðbrögð fagaðila og heilbrigðiskerfisins eftir að hann greindi frá kynferðisofbeldinu. Ofbeldið varð sífellt grófara Ásgeir er fæddur árið 1993. „Flestar af mínum æskuminningum eru litaðar af ofbeldi, drykkju, fíkniefnum og hræðslu. Ég ólst ekki upp við það sem kallast „eðlilegt“ fjölskyldulíf. Foreldrar mínir voru bæði alkar. Faðir minn drakk mjög stíft og beitti mig og móður mína mjög miklu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og það stóð yfir í mörg ár. Hann drakk við hvert tækifæri sem gafst, og með hverju árinu varð ofbeldið grófara og grófara,“ segir Ásgeir og bætir við á þessum tíma hafi ástandið á heimilinu farið leynt. Í eitt skipti, þegar Ásgeir var átta ára gamall, þurfti móðir hans að leita með hann á bráðamóttöku eftir að faðir hans hafði reynt að skera af honum fingurinn. „Þá fékk hún nóg af ofbeldinu, og sótti um skilnað. Í kjölfarið fékk hún forræði í skilnaðnum og hún virtist loksins vera á betri stað í lífinu, sem sterk einstæð móðir. En því miður var það ekki raunin.“ Móðir Ásgeirs byrjaði að hans sögn að neyta harðra fíkniefna, og drakk þar að auki daglega. „Áfengisdrykkja hennar og fíkniefnaneysla varð stjórnlaus á mjög stuttum tíma. Hún byrjaði að fjármagna neyslu sína með vændi og þjófnaði. Þegar neyslan var orðin stjórnlaus byrjaði hún að vingast við fólk í undirheimum Reykjavíkur, og hún kynnist mjög vafasömu og hættulegu fólki.“ Ásgeir segir móður sína hafa á þessum tíma sótt í sambönd með mönnum sem áttu það sameiginlegt að vera ofbeldishneigðir. Og þeir hafi ekki einungis beitt móður hans ofbeldi. Ásgeir segist sjálfur hafa orðið fyrir bæði líkamlegu – og kynferðislegu ofbeldi af hálfu þeirra. „Kærastarnir hennar nauðguðu mér mjög oft. Í staðinn útveguðu þeir henni örvandi efni, áfengi og fíkniefni. En eftir að það komst upp neyslu móður minnar missti hún forræðið yfir mér og systkinum mínum.“ Í kjölfarið fékk faðir Ásgeirs fullt forræði eftir að barnavernd tók yfir málið hjá móður hans. „Þá byrjuðu hlutirnir að verða ennþá verri en nokkru sinni fyrr. Ofbeldið varð mun grófara og endaði stundum með því að faðir minn reyndi að myrða mig. Ofbeldið varð verra og grófara með hverjum mánuði sem leið og faðir minn byrjaði að nota vopn, til dæmis eggvopn til þess að ráðast á mig. Hann skaut mig nokkrum sinnum með loftbyssu. Hann hótaði mér oft með skammbyssu og sagði ef ég myndi nokkurn tímann segja frá því sem að gerðist á heimilinu þá myndi hann setja kúlu í hausinn á mér. Einnig varð kynferðislega ofbeldið verra. Það var orðið að vikulegu athæfi í staðinn fyrir stök skipti.“ Ásgeir er í dag með fjölmörg ör á líkamanum eftir allt ofbeldið og barsmíðarnar. Eitt af því er eftir að faðir hans stakk rýting í bakið á honum. Auðvelt skotmark Ásgeir átti einnig erfitt uppdráttar í skóla þar sem hann varð skotspónn eineltis og ofbeldis. Eftir að foreldrar hans skildu tóku við tíðir flutningar og þurftir Ásgeir þar af leiðandi oft að skipta um skóla. Hann gekk í sjö mismunandi grunnskóla. „Ég var þess vegna alltaf nýi krakkinn í bekknum og þar sem að ég stoppaði aldrei lengi fyrir í hverjum skóla þá tókst mér aldrei að eignast vini. Ég var mjög brotinn og feiminn strákur og ég átti erfitt að eiga samskipti við aðra krakka. Þess vegna var ég auðveld bráð fyrir hrekkjusvín sem gerðu alltaf grín að mér, lögðu mig í einelti og börðu mig jafnvel daglega í skólanum. Þetta gerðist í hverjum einasta skóla sem ég fór í. Ég eignaðist ekki alvöru vini fyrr en ég byrjaði í menntaskóla þar sem ég kynnist tveimur bestu vinum mínum sem hafa staðið við bakið á mér síðan og þetta eru bestu og yndislegustu vinir sem maður gæti óskað sér.“ Ásgeir kveðst hafa áttað sig á því seinna á ævinni að þögnin er versti óvinurinn.Vísir/Vilhelm Var kallaður hnífakastarinn í fjölmiðlum Þann 17. september árið 2008 birtist eftirfarandi frétt á vef Vísis undir fyrirsögninni: „Notuðu barnið sitt sem hnífaskotskífu.“ „Rannsókn stendur yfir á máli þriggja barna á höfuðborgarsvæðinu sem sætt hafa alvarlegu ofbeldi af hálfu foreldris. Meðal annars hefur eitt þeirra verið notað sem hnífaskotskífa. Börnin eru öll á grunnskólaaldri og hafa verið fjarlægð af heimilinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er málið eitt það alvarlegasta sem fólk í barnaverndarstarfi hefur séð. Af tillitssemi við börnin sem hlut eiga að máli og í ljósi þess hve alvarlegt og viðkvæmt málið er ætlum við ekki að nefna sveitarfélagið sem þau búa í að öðru leyti en að það er á höfuðborgarsvæðinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis og Stöðvar 2 er annað foreldri barnanna grunað um ofbeldið gegn börnunum þremur. Grunur leikur á að ofbeldið hafi staðið í langan tíma og að í einu tilfelli hafi eitt barnanna verið notað sem hnífaskotskífa, það er að hnífum hafi verið kastað að því og áverkar eftir það sést á barninu.“ Umrætt barn sem talað var um í fréttinni var Ásgeir. Í fréttinni kom einnig fram: „Málið hefur verið til meðferðar hjá barnaverndarnefnd í viðkomandi sveitarfélagi og hefur lögreglan tekið skýrslu af börnunum, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, en yfirmenn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins kannast ekki við þær skýrslutökur. Mál barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi koma til kasta Barnahúss en slíkt úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga.“ „Ólýsanlegur hrottaskapur“ Í janúar árið 2009 greindi Vísir frá því að búið væri að gefa út ákæru á hendur föður Ásgeirs vegna meintra brota á hegningarlögum og barnaverndalögum frá sumri 2005 til febrúar 2008. Seinna sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur föður Ásgeirs í átján mánaða fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða börnum sínum miskabætur. Hæstiréttur Íslands þyngdi dóminn um hálft ár. Í frétt Vísis í febrúar árið 2010 kom fram: „Í dómsorði segir að málið sé án fordóma en maðurinn er dæmdur fyrir ólýsanlegan hrottaskap gagnvart börnum sínum. Meðal annars ógnaði hann syni sínum, fæddum 1993, lífláti með hnífi í eitt skipti og í öðru tilviki með eftirlíkingu af skammbyssu, sem drengurinn hélt að væri raunveruleg hlaðin skammbyssa, en maðurinn hélt byssunni að höfði drengsins. Þá lét hann drenginn stela fyrir sig áfengi í tjaldútilegu með því að hóta honum lífláti að öðrum kosti. Maðurinn misþyrmdi dætrum sínum einnig. Önnur þeirra, sem er fædd 1995 og var tíu ára þegar afbrotin áttu sér stað, var handjárnuð við ofn en faðir hennar handlék síðan hníf fyrir framan hana og í nokkur skipti sló hann hana í andlitið. Þá hrinti hann í eitt skiptið dóttur sinni, sem er fædd 1999, fullklæddri ofan í baðkar sem fullt var af köldu vatni og hélt henni þar í stutta stund. Í eitt skipti lokaði maðurinn hana úti í skamman tíma að vetri til þegar kalt var í veðri og barnið á náttfötum einum klæða. Stúlkan var sex ára þegar misþyrmingarnar hófust. Að lokum drap maðurinn heimilisköttinn þannig að sonur hans og yngri dóttir urðu vitni að því. Svo lét hann drenginn henda kettinum í ruslatunnu heimilisins þar sem eldri systirin fann hræið.“ Amma var kletturinn Líkt og áður segir var Ásgeiri komið fyrir í fóstri hjá ættingjum. Ásgeir segir að í gegnum árin hafi amma hans verið kletturinn í hans lífi. „Amma var líka límið sem hélt fjölskyldunni saman. Allar mínar bestu minningar úr æsku tengjast ömmu á einn eða annan hátt. Hún var mín fyrirmynd í lífinu. Hún var svo sterk og dugleg. Hún var frá Patreksfirði og ólst upp í níu systkina hópi. Hún var hörkudugleg, byrjaði að vinna í fiski 12 ára gömul og vann allskyns störf í gegnum ævina þar til hún fór í nám og gerðist félagsliði.” Ásgeir var sendur í meðferð á BUGL. Það var þá sem hann sagði í fyrsta sinn frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu föður síns. Og hann sagði líka fram kynferðisofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu eins af fyrrverandi kærastum móður sinnar. „Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég sagði frá því að ég hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En það var eins og fólki fyndist það ekki eins mikilvægt mál og mál föður míns sem var mjög umtalað í samfélaginu á sínum tíma. Mér fannst enginn taka þessari frásögn minni alvarlega. Það var ekkert rætt við mig frekar um málið. Mín upplifun var og hefur alltaf verið eins og þetta hafi verið þaggað niður, af einhverjum ástæðum. Sálfræðingurinn minn á þessum tíma virtist hafa meiri áhyggjur af afleiðingum líkamlega ofbeldisins heldur en kynferðisofbeldisins. En engu að síður var það kynferðisofbeldið sem braut mig mest niður í gegnum æsku mína. Sama hversu harkalegu eða grófu líkamlegu ofbeldi ég varð fyrir, þá var það ekkert í samanburði við kynferðisofbeldið. Ég hef upplifað það að vera næstum dáinn úr köfnun en það er ekkert í líkingu við að vera nauðgað. Niðurlægingin er slík. Ég hef kynnst öðrum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við erum öll sammála um að nauðgun er sálarmorð. Kynferðisofbeldi brýtur fólk niður, sjálfsímyndina, tilfinningarnar og rökhugsunina.“ Það liðu fleiri ár þar til Ásgeir sagði frá hinu kynferðisofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu annarra kærasta móður sinnar. „Ég skammaðist mín og kenndi sjálfum mér um fyrir að vera ekki nógu hugrakkur eða sterkur að verja sjálfan mig. En svo áttaði ég á því mig seinna á lífsleiðinni að þögnin var minn versti óvinur. Vegna þess að ég þagði svo lengi yfir þessu leyndarmáli mínu var ákærufresturinn liðinn og þess vegna var ekki hægt að sækja neinn til saka.“ Ásgeir tók meðvitaða ákvörðun um að snúa blaðinu við og leita sér hjálpar.Vísir/Vilhelm Endaði á götunni Ásgeir lýsir því þannig að á unglingsárunum og lengi fram á þrítugsaldur hafi hann átt mjög erfitt að fóta sig í samfélaginu. Hann hafi verið brotinn, ráðvilltur og týndur. „Og vegna þess sótti ég mikið í sama félagskap og móðir mín var í. Félagsskap sem samanstóð af hættulegum glæpamönnum, dópsölum og fíklum. Ég sótti í þennan hættulega heim yfir nokkurra ára skeið. Sem betur fer byrjaði ég sjálfur aldrei í neyslu en ég játa það að ég fiktaði mikið með áfengi. Svokallaðir „vinir“ móður minnar vildu að ég byrjaði að borga upp fíkniefnaskuld móður minnar. Þessir einstaklingar byrjuðu að hóta mér lífláti og hótuðu að ráðast á fjölskyldu mína og vini mína. Ég var fastur í rosalegum vítahring og fór því að vinna í því að borga niður þessa skuld, því ég vildi tryggja að fólkið mitt væri óhult.“ Ásgeir segir að á þessu tímabili hafi hann gert hluti sem hann sjái hvað mest eftir af öllu á lífsleiðinni. „Ég byrjaði að stela af fólki, særa það og svíkja það til þess að borga upp þessa skuld. Ég sökk svo djúpt í þetta hræðilega líferni að ég missti samband við fjölskyldu mína og vini um tíma. Afleiðingarnar voru þær að ég endaði á götunni heimilislaus, fjölskyldulaus og vinalaus,“ segir Ásgeir og bætir við: Ég er ekki stoltur af þessari manneskju sem ég var. En þetta er gamla útgáfan af mér. Við erum öll mannleg, og það fer enginn í gegnum lífið án þess að gera mistök. „Batnandi fólki er best að lifa“ eins og sagt er. Amma Ásgeirs féll skyndilega frá fyrir tveimur árum. Það var honum mikið áfall. „Ég fór mjög langt niður þegar amma dó. Ég sökk niður í djúpt þunglyndi og leitaði huggunar í til dæmis mat. Þegar öllu þessu yfir stóð yfir reyndi ég nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð á ýmis konar vegu. Í dag sé ég svo mikið eftir því vegna þess að ég veit að lífið er gjöf sem við eigum að vera þakklát fyrir.“ Fann ástina „Eftir að ég hafði misst allt ákvað ég fara að leita mér loksins aðstoðar,“ segir Ásgeir. Hann varð að eigin sögn fyrir ákveðinni hugljómun einn daginn, og tók meðvitaða ákvörðun um að breyta lífinu til betri vegar. „Ég byrjaði að fara reglulega til sálfræðings og svo leitaði ég til Stígamóta sem hjálpuðu mér svo mikið. Ég fór á Al-Anon fundi og byrjaði svo að fara á tólf spora fundi í frábærum stuðningshóp sem heitir Vinir í bata. Það besta sem hefur komið fyrir mig í lífinu er að fá áheyrn. Það var hlustað á mig. Ásgeir hefur unnið fjölda starfa í gegnum tíðina; í matvöruverslun, á bensínstöð, sem flokksstjóri í unglingavinnunni, á kaffihúsi, og í verkamannavinnu. Fyrir tæpum fimm árum kynntist hann konu. Þau fóru á sitt fyrsta stefnumót, ísbíltúr út á Gróttu þar sem þau renndu sér á snjóþotu. „The rest is history“ eins og sagt er. Í dag hafa þau verið gift í tvö og hálft ár. Eiginkona Ásgeirs kom til Íslands frá Ungverjalandi. Meirihluti tengdafjölskyldu hans býr einnig hér á landi. Þau tóku Ásgeiri samstundis opnum örmum. „Ég er í mjög takmörkuðu sambandi við blóðfjölskyldu mína og það eru í raun bara þrír einstaklingar úr blóðfjölskyldu minni sem ég á í einhverjum samskiptum við. En tengdafjölskylda mín er svo yndisleg, og þau eru í rauninni mín fjölskylda í dag.“ Í gegnum eiginkonu sína og tengdafjölskyldu hefur Ásgeir fengið að kynnast fordómum sem einstaklingar af erlendum uppruna verða fyrir á Íslandi. „Þau hafa öll fundið fyrir fordómum. Ég hef unnið við allskonar störf í gegnum ævina, unnið á hótelum, sem húsvörður á elliheimili og sem almennur verkamaður. Í þessum störfum hef ég unnið með fólki af erlendum uppruna. Ég vingaðist við mikið af þessu fólki og fékk oft að heyra sögur þeirra af fordómum sem þau höfðu orðið fyrir hér á landi. Ég hef líka orðið vitni af nokkrum atvikum. Við búum í dag í fjölmennu samfélagi með missmunandi trúarháttum, kynjum, kynþáttum og þjóðerni, og þess vegna er þetta svo sorglegt. Þessir hlutir eiga ekki að skipta máli í nútímasamfélagi. Ég þori að fullyrða það að meirihluti fólks af erlendum uppruna sem hingað kemur er einfaldlega í leit að betra lífi.“ Móðir Ásgeirs lést í fyrra. Ásgeir segir líferni móður sinnar í gegnum tíðina hafa tekið sinn toll. Hún hafi í raun verið látin löngu áður. „En ég kvaddi hana sem móður mína, ekki sem fíkilinn sem hún var. Og ég sagði við hana að ég vonaði að hún væri núna loksins búin að finna friðinn sem hún hafði leitað að alla ævi.” Hvað með föður þinn? „Ég fyrirgaf honum. En ég gerði það ekki hans vegna, heldur mín vegna. Ég fyrirgaf honum til að veita sjálfum mér frelsi, en ég var ekki að veita honum syndaaflausn. Og að hluta til gerði ég það líka fyrir ömmu, af því að ég vissi hversu niðurbrotin hún var út af þessu öllu saman.” Ásgeir er á góðum stað í lífinu í dag.Aðsend Vill knýja fram breytingar „Eftir að ég snéri lífi mínu við byrjaði ég loksins að einbeita mér að sjálfum mér, setja sjálfan mig í fyrsta sæti. Í fyrsta skipti á ævinni gat ég loksins byrjað nýtt líf með nýju fólki. Ég náði að breyta lífi mínu til hins betra með hjálp yndislegs fólks. Þar vil ég helst þakka ömmu minni heitinni sem var kletturinn í lífi mínu, tveimur bestu vinum mínum sem gáfust aldrei upp á mér og að lokum yndislegu eiginkonu minni sem breytti lífi mínu til hins betra og hefur veitt mér hugrekki til að segja mína sögu.“ segir Ásgeir jafnframt. Hann tekur fram að ástæða þess að hann vilji stíga fram með sögu sína sé ekki sú að hann sé að leitast eftir vorkunn. Hann vill hins vegar að sín saga varpi ljósi á stærri vandamál í samfélaginu. Hann vill vekja upp nauðsynlega umræðu. „Ég þarf ekki á vorkunn að halda. Ég lít ekki á mig sem fórnarlamb, og ég vil ekki að aðrir geri það heldur. En ég vil senda einhvers konar ákall til stjórnvalda. Við sem samfélag þurfum að gera betur þegar kemur að geðheilbrigðismálum – og þá ekki síst forvörnum. Það er svo mikilvægt að fólk, ungmenni sem verða fyrir áföllum, að þau séu gripin nógu snemma. Það skiptir öllu. Og að það horfa á heildarmyndina- það var ekki gert í mínu tilfelli, það var eins allur fókusinn væri bara á einu tilteknu atriði. Mér finnst svo mikilvægt að það sé litið sömu augum á mikilvægi líkamlegar heilsu og andlegrar heilsu. Þegar kemur að líkamlegri heilsu, allskyns líkamlegum kvillum og sjúkdómum, þá er margvísleg þjónusta niðurgreidd. Af hverju er það ekki eins þegar kemur að andlegri heilsu? Sálfræðiþjónusta á Íslandi er dýr, og ekki aðgengileg öllum,“ segir hann. „Staðreyndin er líka sú að það er þöggun í samfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn karlmönnum. Mér finnst eins og þetta sé ennþá „tabú“. Þetta er ennþá feimnismál. Viðhorfið er ennþá þannig að karlmenn eiga að vera harðir og þeir mega ekki sýna tilfinningar. Ég veit að það hefur orðið ákveðin vitundarvakning í samfélaginu undanfarin ár og ég tek hattinn ofan af fyrir öllum þeim sem hafa stigið fram og deilt reynslu sinni. En það er ennþá svo langt í land.“ Hvað myndir þú ráðleggja öðrum þarna úti sem eru að glíma við afleiðingar áfalla? „Ég vil eindregið benda fólki á það að það er alltaf hægt að fá hjálp. Talaðu við einhvern, léttu á þér. Og það eru svo margar leiðir í boði; Hjálparsími Rauða krossins, Píeta samtökin, Geðdeild Landspítalans, Stígamót og Bjarkahlíð til dæmis. En þú þarft alltaf að taka ábyrgð, það er undir þér komið að fá hjálp. Ég er svo sannarlega enginn engill, en ég tók ábyrgð á mínum eigin gjörðum og á mínu lífi. Mér tókst að rísa upp. Það er aldrei of seint að leita sér hjálpar og geta eignast heilbrigt og fallegt líf. Ég er kominn á þann stað í dag, en ég á auðvitað mína góðu og slæmu daga eins og allir aðrir. En ég á heimili, yndislega konu sem ég elska, fjölskyldu og vini og ég er í starfi sem ég nýt þess að vera í. Vertu þú sjálfur- og vertu sannur sjálfum þér. Stattu með eigin sannfæringu og því sem þú telur vera rétt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra í kringum þig. Lifðu þínu lífi eins og þú vilt lifa því.“ Ofbeldi gegn börnum Helgarviðtal Barnavernd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Ofbeldið varð sífellt grófara Ásgeir er fæddur árið 1993. „Flestar af mínum æskuminningum eru litaðar af ofbeldi, drykkju, fíkniefnum og hræðslu. Ég ólst ekki upp við það sem kallast „eðlilegt“ fjölskyldulíf. Foreldrar mínir voru bæði alkar. Faðir minn drakk mjög stíft og beitti mig og móður mína mjög miklu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og það stóð yfir í mörg ár. Hann drakk við hvert tækifæri sem gafst, og með hverju árinu varð ofbeldið grófara og grófara,“ segir Ásgeir og bætir við á þessum tíma hafi ástandið á heimilinu farið leynt. Í eitt skipti, þegar Ásgeir var átta ára gamall, þurfti móðir hans að leita með hann á bráðamóttöku eftir að faðir hans hafði reynt að skera af honum fingurinn. „Þá fékk hún nóg af ofbeldinu, og sótti um skilnað. Í kjölfarið fékk hún forræði í skilnaðnum og hún virtist loksins vera á betri stað í lífinu, sem sterk einstæð móðir. En því miður var það ekki raunin.“ Móðir Ásgeirs byrjaði að hans sögn að neyta harðra fíkniefna, og drakk þar að auki daglega. „Áfengisdrykkja hennar og fíkniefnaneysla varð stjórnlaus á mjög stuttum tíma. Hún byrjaði að fjármagna neyslu sína með vændi og þjófnaði. Þegar neyslan var orðin stjórnlaus byrjaði hún að vingast við fólk í undirheimum Reykjavíkur, og hún kynnist mjög vafasömu og hættulegu fólki.“ Ásgeir segir móður sína hafa á þessum tíma sótt í sambönd með mönnum sem áttu það sameiginlegt að vera ofbeldishneigðir. Og þeir hafi ekki einungis beitt móður hans ofbeldi. Ásgeir segist sjálfur hafa orðið fyrir bæði líkamlegu – og kynferðislegu ofbeldi af hálfu þeirra. „Kærastarnir hennar nauðguðu mér mjög oft. Í staðinn útveguðu þeir henni örvandi efni, áfengi og fíkniefni. En eftir að það komst upp neyslu móður minnar missti hún forræðið yfir mér og systkinum mínum.“ Í kjölfarið fékk faðir Ásgeirs fullt forræði eftir að barnavernd tók yfir málið hjá móður hans. „Þá byrjuðu hlutirnir að verða ennþá verri en nokkru sinni fyrr. Ofbeldið varð mun grófara og endaði stundum með því að faðir minn reyndi að myrða mig. Ofbeldið varð verra og grófara með hverjum mánuði sem leið og faðir minn byrjaði að nota vopn, til dæmis eggvopn til þess að ráðast á mig. Hann skaut mig nokkrum sinnum með loftbyssu. Hann hótaði mér oft með skammbyssu og sagði ef ég myndi nokkurn tímann segja frá því sem að gerðist á heimilinu þá myndi hann setja kúlu í hausinn á mér. Einnig varð kynferðislega ofbeldið verra. Það var orðið að vikulegu athæfi í staðinn fyrir stök skipti.“ Ásgeir er í dag með fjölmörg ör á líkamanum eftir allt ofbeldið og barsmíðarnar. Eitt af því er eftir að faðir hans stakk rýting í bakið á honum. Auðvelt skotmark Ásgeir átti einnig erfitt uppdráttar í skóla þar sem hann varð skotspónn eineltis og ofbeldis. Eftir að foreldrar hans skildu tóku við tíðir flutningar og þurftir Ásgeir þar af leiðandi oft að skipta um skóla. Hann gekk í sjö mismunandi grunnskóla. „Ég var þess vegna alltaf nýi krakkinn í bekknum og þar sem að ég stoppaði aldrei lengi fyrir í hverjum skóla þá tókst mér aldrei að eignast vini. Ég var mjög brotinn og feiminn strákur og ég átti erfitt að eiga samskipti við aðra krakka. Þess vegna var ég auðveld bráð fyrir hrekkjusvín sem gerðu alltaf grín að mér, lögðu mig í einelti og börðu mig jafnvel daglega í skólanum. Þetta gerðist í hverjum einasta skóla sem ég fór í. Ég eignaðist ekki alvöru vini fyrr en ég byrjaði í menntaskóla þar sem ég kynnist tveimur bestu vinum mínum sem hafa staðið við bakið á mér síðan og þetta eru bestu og yndislegustu vinir sem maður gæti óskað sér.“ Ásgeir kveðst hafa áttað sig á því seinna á ævinni að þögnin er versti óvinurinn.Vísir/Vilhelm Var kallaður hnífakastarinn í fjölmiðlum Þann 17. september árið 2008 birtist eftirfarandi frétt á vef Vísis undir fyrirsögninni: „Notuðu barnið sitt sem hnífaskotskífu.“ „Rannsókn stendur yfir á máli þriggja barna á höfuðborgarsvæðinu sem sætt hafa alvarlegu ofbeldi af hálfu foreldris. Meðal annars hefur eitt þeirra verið notað sem hnífaskotskífa. Börnin eru öll á grunnskólaaldri og hafa verið fjarlægð af heimilinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er málið eitt það alvarlegasta sem fólk í barnaverndarstarfi hefur séð. Af tillitssemi við börnin sem hlut eiga að máli og í ljósi þess hve alvarlegt og viðkvæmt málið er ætlum við ekki að nefna sveitarfélagið sem þau búa í að öðru leyti en að það er á höfuðborgarsvæðinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis og Stöðvar 2 er annað foreldri barnanna grunað um ofbeldið gegn börnunum þremur. Grunur leikur á að ofbeldið hafi staðið í langan tíma og að í einu tilfelli hafi eitt barnanna verið notað sem hnífaskotskífa, það er að hnífum hafi verið kastað að því og áverkar eftir það sést á barninu.“ Umrætt barn sem talað var um í fréttinni var Ásgeir. Í fréttinni kom einnig fram: „Málið hefur verið til meðferðar hjá barnaverndarnefnd í viðkomandi sveitarfélagi og hefur lögreglan tekið skýrslu af börnunum, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, en yfirmenn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins kannast ekki við þær skýrslutökur. Mál barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi koma til kasta Barnahúss en slíkt úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga.“ „Ólýsanlegur hrottaskapur“ Í janúar árið 2009 greindi Vísir frá því að búið væri að gefa út ákæru á hendur föður Ásgeirs vegna meintra brota á hegningarlögum og barnaverndalögum frá sumri 2005 til febrúar 2008. Seinna sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur föður Ásgeirs í átján mánaða fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða börnum sínum miskabætur. Hæstiréttur Íslands þyngdi dóminn um hálft ár. Í frétt Vísis í febrúar árið 2010 kom fram: „Í dómsorði segir að málið sé án fordóma en maðurinn er dæmdur fyrir ólýsanlegan hrottaskap gagnvart börnum sínum. Meðal annars ógnaði hann syni sínum, fæddum 1993, lífláti með hnífi í eitt skipti og í öðru tilviki með eftirlíkingu af skammbyssu, sem drengurinn hélt að væri raunveruleg hlaðin skammbyssa, en maðurinn hélt byssunni að höfði drengsins. Þá lét hann drenginn stela fyrir sig áfengi í tjaldútilegu með því að hóta honum lífláti að öðrum kosti. Maðurinn misþyrmdi dætrum sínum einnig. Önnur þeirra, sem er fædd 1995 og var tíu ára þegar afbrotin áttu sér stað, var handjárnuð við ofn en faðir hennar handlék síðan hníf fyrir framan hana og í nokkur skipti sló hann hana í andlitið. Þá hrinti hann í eitt skiptið dóttur sinni, sem er fædd 1999, fullklæddri ofan í baðkar sem fullt var af köldu vatni og hélt henni þar í stutta stund. Í eitt skipti lokaði maðurinn hana úti í skamman tíma að vetri til þegar kalt var í veðri og barnið á náttfötum einum klæða. Stúlkan var sex ára þegar misþyrmingarnar hófust. Að lokum drap maðurinn heimilisköttinn þannig að sonur hans og yngri dóttir urðu vitni að því. Svo lét hann drenginn henda kettinum í ruslatunnu heimilisins þar sem eldri systirin fann hræið.“ Amma var kletturinn Líkt og áður segir var Ásgeiri komið fyrir í fóstri hjá ættingjum. Ásgeir segir að í gegnum árin hafi amma hans verið kletturinn í hans lífi. „Amma var líka límið sem hélt fjölskyldunni saman. Allar mínar bestu minningar úr æsku tengjast ömmu á einn eða annan hátt. Hún var mín fyrirmynd í lífinu. Hún var svo sterk og dugleg. Hún var frá Patreksfirði og ólst upp í níu systkina hópi. Hún var hörkudugleg, byrjaði að vinna í fiski 12 ára gömul og vann allskyns störf í gegnum ævina þar til hún fór í nám og gerðist félagsliði.” Ásgeir var sendur í meðferð á BUGL. Það var þá sem hann sagði í fyrsta sinn frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu föður síns. Og hann sagði líka fram kynferðisofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu eins af fyrrverandi kærastum móður sinnar. „Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég sagði frá því að ég hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En það var eins og fólki fyndist það ekki eins mikilvægt mál og mál föður míns sem var mjög umtalað í samfélaginu á sínum tíma. Mér fannst enginn taka þessari frásögn minni alvarlega. Það var ekkert rætt við mig frekar um málið. Mín upplifun var og hefur alltaf verið eins og þetta hafi verið þaggað niður, af einhverjum ástæðum. Sálfræðingurinn minn á þessum tíma virtist hafa meiri áhyggjur af afleiðingum líkamlega ofbeldisins heldur en kynferðisofbeldisins. En engu að síður var það kynferðisofbeldið sem braut mig mest niður í gegnum æsku mína. Sama hversu harkalegu eða grófu líkamlegu ofbeldi ég varð fyrir, þá var það ekkert í samanburði við kynferðisofbeldið. Ég hef upplifað það að vera næstum dáinn úr köfnun en það er ekkert í líkingu við að vera nauðgað. Niðurlægingin er slík. Ég hef kynnst öðrum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við erum öll sammála um að nauðgun er sálarmorð. Kynferðisofbeldi brýtur fólk niður, sjálfsímyndina, tilfinningarnar og rökhugsunina.“ Það liðu fleiri ár þar til Ásgeir sagði frá hinu kynferðisofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu annarra kærasta móður sinnar. „Ég skammaðist mín og kenndi sjálfum mér um fyrir að vera ekki nógu hugrakkur eða sterkur að verja sjálfan mig. En svo áttaði ég á því mig seinna á lífsleiðinni að þögnin var minn versti óvinur. Vegna þess að ég þagði svo lengi yfir þessu leyndarmáli mínu var ákærufresturinn liðinn og þess vegna var ekki hægt að sækja neinn til saka.“ Ásgeir tók meðvitaða ákvörðun um að snúa blaðinu við og leita sér hjálpar.Vísir/Vilhelm Endaði á götunni Ásgeir lýsir því þannig að á unglingsárunum og lengi fram á þrítugsaldur hafi hann átt mjög erfitt að fóta sig í samfélaginu. Hann hafi verið brotinn, ráðvilltur og týndur. „Og vegna þess sótti ég mikið í sama félagskap og móðir mín var í. Félagsskap sem samanstóð af hættulegum glæpamönnum, dópsölum og fíklum. Ég sótti í þennan hættulega heim yfir nokkurra ára skeið. Sem betur fer byrjaði ég sjálfur aldrei í neyslu en ég játa það að ég fiktaði mikið með áfengi. Svokallaðir „vinir“ móður minnar vildu að ég byrjaði að borga upp fíkniefnaskuld móður minnar. Þessir einstaklingar byrjuðu að hóta mér lífláti og hótuðu að ráðast á fjölskyldu mína og vini mína. Ég var fastur í rosalegum vítahring og fór því að vinna í því að borga niður þessa skuld, því ég vildi tryggja að fólkið mitt væri óhult.“ Ásgeir segir að á þessu tímabili hafi hann gert hluti sem hann sjái hvað mest eftir af öllu á lífsleiðinni. „Ég byrjaði að stela af fólki, særa það og svíkja það til þess að borga upp þessa skuld. Ég sökk svo djúpt í þetta hræðilega líferni að ég missti samband við fjölskyldu mína og vini um tíma. Afleiðingarnar voru þær að ég endaði á götunni heimilislaus, fjölskyldulaus og vinalaus,“ segir Ásgeir og bætir við: Ég er ekki stoltur af þessari manneskju sem ég var. En þetta er gamla útgáfan af mér. Við erum öll mannleg, og það fer enginn í gegnum lífið án þess að gera mistök. „Batnandi fólki er best að lifa“ eins og sagt er. Amma Ásgeirs féll skyndilega frá fyrir tveimur árum. Það var honum mikið áfall. „Ég fór mjög langt niður þegar amma dó. Ég sökk niður í djúpt þunglyndi og leitaði huggunar í til dæmis mat. Þegar öllu þessu yfir stóð yfir reyndi ég nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð á ýmis konar vegu. Í dag sé ég svo mikið eftir því vegna þess að ég veit að lífið er gjöf sem við eigum að vera þakklát fyrir.“ Fann ástina „Eftir að ég hafði misst allt ákvað ég fara að leita mér loksins aðstoðar,“ segir Ásgeir. Hann varð að eigin sögn fyrir ákveðinni hugljómun einn daginn, og tók meðvitaða ákvörðun um að breyta lífinu til betri vegar. „Ég byrjaði að fara reglulega til sálfræðings og svo leitaði ég til Stígamóta sem hjálpuðu mér svo mikið. Ég fór á Al-Anon fundi og byrjaði svo að fara á tólf spora fundi í frábærum stuðningshóp sem heitir Vinir í bata. Það besta sem hefur komið fyrir mig í lífinu er að fá áheyrn. Það var hlustað á mig. Ásgeir hefur unnið fjölda starfa í gegnum tíðina; í matvöruverslun, á bensínstöð, sem flokksstjóri í unglingavinnunni, á kaffihúsi, og í verkamannavinnu. Fyrir tæpum fimm árum kynntist hann konu. Þau fóru á sitt fyrsta stefnumót, ísbíltúr út á Gróttu þar sem þau renndu sér á snjóþotu. „The rest is history“ eins og sagt er. Í dag hafa þau verið gift í tvö og hálft ár. Eiginkona Ásgeirs kom til Íslands frá Ungverjalandi. Meirihluti tengdafjölskyldu hans býr einnig hér á landi. Þau tóku Ásgeiri samstundis opnum örmum. „Ég er í mjög takmörkuðu sambandi við blóðfjölskyldu mína og það eru í raun bara þrír einstaklingar úr blóðfjölskyldu minni sem ég á í einhverjum samskiptum við. En tengdafjölskylda mín er svo yndisleg, og þau eru í rauninni mín fjölskylda í dag.“ Í gegnum eiginkonu sína og tengdafjölskyldu hefur Ásgeir fengið að kynnast fordómum sem einstaklingar af erlendum uppruna verða fyrir á Íslandi. „Þau hafa öll fundið fyrir fordómum. Ég hef unnið við allskonar störf í gegnum ævina, unnið á hótelum, sem húsvörður á elliheimili og sem almennur verkamaður. Í þessum störfum hef ég unnið með fólki af erlendum uppruna. Ég vingaðist við mikið af þessu fólki og fékk oft að heyra sögur þeirra af fordómum sem þau höfðu orðið fyrir hér á landi. Ég hef líka orðið vitni af nokkrum atvikum. Við búum í dag í fjölmennu samfélagi með missmunandi trúarháttum, kynjum, kynþáttum og þjóðerni, og þess vegna er þetta svo sorglegt. Þessir hlutir eiga ekki að skipta máli í nútímasamfélagi. Ég þori að fullyrða það að meirihluti fólks af erlendum uppruna sem hingað kemur er einfaldlega í leit að betra lífi.“ Móðir Ásgeirs lést í fyrra. Ásgeir segir líferni móður sinnar í gegnum tíðina hafa tekið sinn toll. Hún hafi í raun verið látin löngu áður. „En ég kvaddi hana sem móður mína, ekki sem fíkilinn sem hún var. Og ég sagði við hana að ég vonaði að hún væri núna loksins búin að finna friðinn sem hún hafði leitað að alla ævi.” Hvað með föður þinn? „Ég fyrirgaf honum. En ég gerði það ekki hans vegna, heldur mín vegna. Ég fyrirgaf honum til að veita sjálfum mér frelsi, en ég var ekki að veita honum syndaaflausn. Og að hluta til gerði ég það líka fyrir ömmu, af því að ég vissi hversu niðurbrotin hún var út af þessu öllu saman.” Ásgeir er á góðum stað í lífinu í dag.Aðsend Vill knýja fram breytingar „Eftir að ég snéri lífi mínu við byrjaði ég loksins að einbeita mér að sjálfum mér, setja sjálfan mig í fyrsta sæti. Í fyrsta skipti á ævinni gat ég loksins byrjað nýtt líf með nýju fólki. Ég náði að breyta lífi mínu til hins betra með hjálp yndislegs fólks. Þar vil ég helst þakka ömmu minni heitinni sem var kletturinn í lífi mínu, tveimur bestu vinum mínum sem gáfust aldrei upp á mér og að lokum yndislegu eiginkonu minni sem breytti lífi mínu til hins betra og hefur veitt mér hugrekki til að segja mína sögu.“ segir Ásgeir jafnframt. Hann tekur fram að ástæða þess að hann vilji stíga fram með sögu sína sé ekki sú að hann sé að leitast eftir vorkunn. Hann vill hins vegar að sín saga varpi ljósi á stærri vandamál í samfélaginu. Hann vill vekja upp nauðsynlega umræðu. „Ég þarf ekki á vorkunn að halda. Ég lít ekki á mig sem fórnarlamb, og ég vil ekki að aðrir geri það heldur. En ég vil senda einhvers konar ákall til stjórnvalda. Við sem samfélag þurfum að gera betur þegar kemur að geðheilbrigðismálum – og þá ekki síst forvörnum. Það er svo mikilvægt að fólk, ungmenni sem verða fyrir áföllum, að þau séu gripin nógu snemma. Það skiptir öllu. Og að það horfa á heildarmyndina- það var ekki gert í mínu tilfelli, það var eins allur fókusinn væri bara á einu tilteknu atriði. Mér finnst svo mikilvægt að það sé litið sömu augum á mikilvægi líkamlegar heilsu og andlegrar heilsu. Þegar kemur að líkamlegri heilsu, allskyns líkamlegum kvillum og sjúkdómum, þá er margvísleg þjónusta niðurgreidd. Af hverju er það ekki eins þegar kemur að andlegri heilsu? Sálfræðiþjónusta á Íslandi er dýr, og ekki aðgengileg öllum,“ segir hann. „Staðreyndin er líka sú að það er þöggun í samfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn karlmönnum. Mér finnst eins og þetta sé ennþá „tabú“. Þetta er ennþá feimnismál. Viðhorfið er ennþá þannig að karlmenn eiga að vera harðir og þeir mega ekki sýna tilfinningar. Ég veit að það hefur orðið ákveðin vitundarvakning í samfélaginu undanfarin ár og ég tek hattinn ofan af fyrir öllum þeim sem hafa stigið fram og deilt reynslu sinni. En það er ennþá svo langt í land.“ Hvað myndir þú ráðleggja öðrum þarna úti sem eru að glíma við afleiðingar áfalla? „Ég vil eindregið benda fólki á það að það er alltaf hægt að fá hjálp. Talaðu við einhvern, léttu á þér. Og það eru svo margar leiðir í boði; Hjálparsími Rauða krossins, Píeta samtökin, Geðdeild Landspítalans, Stígamót og Bjarkahlíð til dæmis. En þú þarft alltaf að taka ábyrgð, það er undir þér komið að fá hjálp. Ég er svo sannarlega enginn engill, en ég tók ábyrgð á mínum eigin gjörðum og á mínu lífi. Mér tókst að rísa upp. Það er aldrei of seint að leita sér hjálpar og geta eignast heilbrigt og fallegt líf. Ég er kominn á þann stað í dag, en ég á auðvitað mína góðu og slæmu daga eins og allir aðrir. En ég á heimili, yndislega konu sem ég elska, fjölskyldu og vini og ég er í starfi sem ég nýt þess að vera í. Vertu þú sjálfur- og vertu sannur sjálfum þér. Stattu með eigin sannfæringu og því sem þú telur vera rétt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra í kringum þig. Lifðu þínu lífi eins og þú vilt lifa því.“
Ofbeldi gegn börnum Helgarviðtal Barnavernd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira