Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 11:29 Kjaraviðræður kennara hafa staðið í marga mánuði. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira