Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:52 Gísli Rafn, Þórhildur Sunna og Birgir sóttu um. Vísir/Vilhelm/Arnar Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sem skipaði fjórmenningana, en skipun hennar er sögð hafa enga kostnaðaraukningu í för með sér fyrir ríkissjóð. Vísir greindi frá þeim sem sóttu um embættið í lok síðast árs, en þá kom fram að þrír fyrrverandi þingmenn hefðu sótt um. Þau eru Birgir Þórarinsson, Gísli Rafn Ólafsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Þeim fjórum, sem hafa verið skipuð, er lýst nokkuð ítarlega í tilkynningu stjórnarráðssins. Lýsingin er eftirfarandi: „Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá 2006 og hjá þáverandi undirstofnun ráðuneytisins, Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) frá 2001. Hún hefur lokið grunnnámi í alþjóðasamskiptum og hagfræði frá Schiller alþjóðaháskólanum í Þýskalandi og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston háskóla. Hjá ÞSSÍ starfaði Elín fyrst sem skrifstofustjóri í Reykjavík og síðar sem umdæmisstjóri í Mósambík. Elín Rósa hóf störf í ráðuneytinu sem sérfræðingur á alþjóða- og öryggissviði. Frá 2013 var hún staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Osló og svo staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Berlín. Elín hefur starfað sem skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá árinu 2022. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, hefur starfað hjá utanríkisráðuneytinu í um 20 ár. Hann er með BA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannfræði frá sama skóla. Þá stundaði hann doktorsnám í mannfræði við háskólana í Aberdeen og Kaupmannahöfn á árunum 2001-2005. Jónas var stjórnandi í eftirlits- og upplýsingateymi NATO í Afganistan árin 2005-2007 og framkvæmdastjóri norrænu vopnahléssveitanna í Srí Lanka 2007-2008. Jónas var umsjónarmaður borgaraþjónustu árið 2009 og starfaði í norðurslóðamálum árin 2010-2013. Árin 2013-2014 var hann deildarstjóri öryggis- og varnarmáladeildar. Hann var varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í NATO í Brussel og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York. Frá árinu 2022 hefur Jónas starfað sem skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu í utanríkisráðuneytinu. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 2001. Hún er með BA próf í spænsku með stjórnmálafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðastjórnmálahagfræði frá Colombia-háskóla í New York. Á árunum 2007-2015 starfaði María í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Árið 2016 varð hún deildarstjóri málefna Sameinuðu þjóðanna á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar frá árinu 2018. Árið 2020 varð María Mjöll skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu og frá árinu 2022 skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar. Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 1998. Ragnar er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Hull, Bretlandi og diplómu í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Háskólanum í Turku, Finnlandi. Hann hóf störf á varnarmálaskrifstofu árið 1998. Árin 2001-2007 starfaði hann hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þá varð hann varafastafulltrúi fastanefndar Íslands í Genf árið 2007. Frá 2011-2014 var hann deildarstjóri á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins. Ragnar var staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Brussel árin 2014-2018 og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel árin 2018-2021. Frá ágúst 2021 hefur Ragnar starfað sem skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.“ Umsækjendur voru eftirfarandi: Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Andri Lúthersson, sendifulltrúi og alþjóðafulltrúi Anna Hjartardóttir, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, sendifulltrúi og ráðgjafi Anna Pála Sverrisdóttir, sendiráðunautur og yfirmaður mannúðarmála Arnljótur Bjarki Bergsson, ráðgjafi Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Ásgeir Sigfússon, framkvæmdarstjóri Benedikt Höskuldsson, settur sendiherra Birgir Þórarinsson, fv. alþingismaður Bjarni Vestmann, sendifulltrúi og varnarmálafulltrúi Bryndís Kjartansdóttir, settur sendiherra Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Elín Rósa Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Emil Breki Hreggviðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Eyrún Ýr Hildar Þorleifsdóttir, starfsmannastjóri Finnur Þór Birgisson, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Friðrik Jónsson, settur sendiherra Geir Oddsson, sendifulltrúi og fastafulltrúi Gísli Rafn Ólafsson, fv. alþingismaður Gunnlaug Guðmundsdóttir, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Hlynur Guðjónsson, settur sendiherra Hreinn Pálsson, sendifulltrúi og mannauðsstjóri Hrund Hafsteinsdóttir, sendifulltrúi og lögfræðingur Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri Höskuldur Þór Þórhallsson, lögfræðingur Ingólfur Friðriksson, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Ingólfur Pálsson, yfirmaður tæknimála Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendifulltrúi og deildarstjóri Jón Erlingur Jónasson, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Jónas Gunnar Allansson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Katrín Einarsdóttir, sendifulltrúi og prótókollsstjóri Kristján Guy Burgess, ráðgjafi María Mjöll Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Matthías Geir Pálsson, sendifulltrúi og lögfræðingur Nína Björk Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður Pétur Gunnar Thorsteinsson, sendifulltrúi og aðalsamningamaður Ragnar Gísli Kristjánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sesselja Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sóley Kaldal, sérfræðingur Stefán Ingi Stefánsson, ráðgjafi Tómas Orri Ragnarsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Veturliði Þór Stefánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Þórarinna Söebech, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Þórður Sigtryggsson, varaframkvæmdarstjóri Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fv. alþingismaður Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Sendiráð Íslands Vistaskipti Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sem skipaði fjórmenningana, en skipun hennar er sögð hafa enga kostnaðaraukningu í för með sér fyrir ríkissjóð. Vísir greindi frá þeim sem sóttu um embættið í lok síðast árs, en þá kom fram að þrír fyrrverandi þingmenn hefðu sótt um. Þau eru Birgir Þórarinsson, Gísli Rafn Ólafsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Þeim fjórum, sem hafa verið skipuð, er lýst nokkuð ítarlega í tilkynningu stjórnarráðssins. Lýsingin er eftirfarandi: „Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá 2006 og hjá þáverandi undirstofnun ráðuneytisins, Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) frá 2001. Hún hefur lokið grunnnámi í alþjóðasamskiptum og hagfræði frá Schiller alþjóðaháskólanum í Þýskalandi og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston háskóla. Hjá ÞSSÍ starfaði Elín fyrst sem skrifstofustjóri í Reykjavík og síðar sem umdæmisstjóri í Mósambík. Elín Rósa hóf störf í ráðuneytinu sem sérfræðingur á alþjóða- og öryggissviði. Frá 2013 var hún staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Osló og svo staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Berlín. Elín hefur starfað sem skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá árinu 2022. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, hefur starfað hjá utanríkisráðuneytinu í um 20 ár. Hann er með BA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannfræði frá sama skóla. Þá stundaði hann doktorsnám í mannfræði við háskólana í Aberdeen og Kaupmannahöfn á árunum 2001-2005. Jónas var stjórnandi í eftirlits- og upplýsingateymi NATO í Afganistan árin 2005-2007 og framkvæmdastjóri norrænu vopnahléssveitanna í Srí Lanka 2007-2008. Jónas var umsjónarmaður borgaraþjónustu árið 2009 og starfaði í norðurslóðamálum árin 2010-2013. Árin 2013-2014 var hann deildarstjóri öryggis- og varnarmáladeildar. Hann var varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í NATO í Brussel og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York. Frá árinu 2022 hefur Jónas starfað sem skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu í utanríkisráðuneytinu. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 2001. Hún er með BA próf í spænsku með stjórnmálafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðastjórnmálahagfræði frá Colombia-háskóla í New York. Á árunum 2007-2015 starfaði María í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Árið 2016 varð hún deildarstjóri málefna Sameinuðu þjóðanna á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar frá árinu 2018. Árið 2020 varð María Mjöll skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu og frá árinu 2022 skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar. Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 1998. Ragnar er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Hull, Bretlandi og diplómu í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Háskólanum í Turku, Finnlandi. Hann hóf störf á varnarmálaskrifstofu árið 1998. Árin 2001-2007 starfaði hann hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þá varð hann varafastafulltrúi fastanefndar Íslands í Genf árið 2007. Frá 2011-2014 var hann deildarstjóri á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins. Ragnar var staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Brussel árin 2014-2018 og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel árin 2018-2021. Frá ágúst 2021 hefur Ragnar starfað sem skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.“ Umsækjendur voru eftirfarandi: Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Andri Lúthersson, sendifulltrúi og alþjóðafulltrúi Anna Hjartardóttir, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, sendifulltrúi og ráðgjafi Anna Pála Sverrisdóttir, sendiráðunautur og yfirmaður mannúðarmála Arnljótur Bjarki Bergsson, ráðgjafi Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Ásgeir Sigfússon, framkvæmdarstjóri Benedikt Höskuldsson, settur sendiherra Birgir Þórarinsson, fv. alþingismaður Bjarni Vestmann, sendifulltrúi og varnarmálafulltrúi Bryndís Kjartansdóttir, settur sendiherra Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Elín Rósa Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Emil Breki Hreggviðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Eyrún Ýr Hildar Þorleifsdóttir, starfsmannastjóri Finnur Þór Birgisson, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Friðrik Jónsson, settur sendiherra Geir Oddsson, sendifulltrúi og fastafulltrúi Gísli Rafn Ólafsson, fv. alþingismaður Gunnlaug Guðmundsdóttir, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Hlynur Guðjónsson, settur sendiherra Hreinn Pálsson, sendifulltrúi og mannauðsstjóri Hrund Hafsteinsdóttir, sendifulltrúi og lögfræðingur Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri Höskuldur Þór Þórhallsson, lögfræðingur Ingólfur Friðriksson, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Ingólfur Pálsson, yfirmaður tæknimála Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendifulltrúi og deildarstjóri Jón Erlingur Jónasson, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Jónas Gunnar Allansson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Katrín Einarsdóttir, sendifulltrúi og prótókollsstjóri Kristján Guy Burgess, ráðgjafi María Mjöll Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Matthías Geir Pálsson, sendifulltrúi og lögfræðingur Nína Björk Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður Pétur Gunnar Thorsteinsson, sendifulltrúi og aðalsamningamaður Ragnar Gísli Kristjánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sesselja Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sóley Kaldal, sérfræðingur Stefán Ingi Stefánsson, ráðgjafi Tómas Orri Ragnarsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Veturliði Þór Stefánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Þórarinna Söebech, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Þórður Sigtryggsson, varaframkvæmdarstjóri Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fv. alþingismaður
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Sendiráð Íslands Vistaskipti Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira