Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 10:42 Mynd VLT-sjónauka ESO af smástirninu 2024 YR4 frá því í janúar. ESO/O. Hainaut Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Smástirnið 2024 YR4 fannst seint í desember en sporbraut þess liggur nærri jörðinni 22. desember árið 2032. Fylgst var grannt með smástirninu vegna stærðar þess og líkanna á árekstri við jörðina. Smástirnið er talið fjörutíu til níutíu metrar að þvermáli, álíka stórt og loftsteinninn sem sprakk yfir Tunguska í Síberíu árið 1908 og felldi milljónir trjáa á meira en tvö þúsund ferkílómetra svæði. Um miðjan þennan mánuð voru líkurnar á árekstri metnar þrjú prósent. Aldrei hafa verið taldar meiri líkur á árekstri smástirnis sem er stærra en þrjátíu metrar að þvermáli við jörðina og var smástirnið efst á válista evrópsku geimstofnunarinnar. Athuganir sem hafa síðan verið gerðar á braut smástirnisins benda til þess að líkur á árekstri við jörðina séu í kringum 0,001 prósent. Smástirnið er því ekki lengur efst á válistanum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar í Síle var einn þeirra sem fylgdust með hnullunginum. Fallin tré eftir að loftsteinn sprakk nærri Tunguska-ánni í austanverðri Síberíu árið 1908. Sá loftsteinn var af svipaðri stærðargráðu og smástirnið sem fylgst hefur verið með vegna mögulegrar árekstrarhættu.Vísir/Getty Geimurinn Vísindi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Smástirnið 2024 YR4 fannst seint í desember en sporbraut þess liggur nærri jörðinni 22. desember árið 2032. Fylgst var grannt með smástirninu vegna stærðar þess og líkanna á árekstri við jörðina. Smástirnið er talið fjörutíu til níutíu metrar að þvermáli, álíka stórt og loftsteinninn sem sprakk yfir Tunguska í Síberíu árið 1908 og felldi milljónir trjáa á meira en tvö þúsund ferkílómetra svæði. Um miðjan þennan mánuð voru líkurnar á árekstri metnar þrjú prósent. Aldrei hafa verið taldar meiri líkur á árekstri smástirnis sem er stærra en þrjátíu metrar að þvermáli við jörðina og var smástirnið efst á válista evrópsku geimstofnunarinnar. Athuganir sem hafa síðan verið gerðar á braut smástirnisins benda til þess að líkur á árekstri við jörðina séu í kringum 0,001 prósent. Smástirnið er því ekki lengur efst á válistanum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar í Síle var einn þeirra sem fylgdust með hnullunginum. Fallin tré eftir að loftsteinn sprakk nærri Tunguska-ánni í austanverðri Síberíu árið 1908. Sá loftsteinn var af svipaðri stærðargráðu og smástirnið sem fylgst hefur verið með vegna mögulegrar árekstrarhættu.Vísir/Getty
Geimurinn Vísindi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira