Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:32 Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar