„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 17:05 Benóný Breki fagnar með liðsfélögum sínum. Stockport County Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni. Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45