RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:30 Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun