Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 4. mars 2025 15:32 Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar