Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 13:43 Eyjólfur Ármannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Rúnar Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira